Beiðni um að hluti landareignar Burstabrekku verði skilgreindur sem athafnasvæði

Málsnúmer 1002143

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 17.03.2010

Þórður B. Guðmundsson fyrir hönd Haforku ehf. óskar eftir að hluti landareignarinnar í Burstabrekku verði skilgreindur sem athafnasvæði.  Sá hluti landareignarinnar sem um ræðir er sá hluti sem refaskálinn stendur á í dag, vestan þjóðvegar.  Tilgangur breytingarinnar er að stuðla að atvinnu uppbyggingu í Ólafsfirði.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að vinna frekar í málinu.