Þjóðaratkvæðagreiðsla 6.mars 2010 - Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá þjóðskrá

Málsnúmer 1002115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 161. fundur - 25.02.2010

Frá dóms- og mannréttindaráðuneyti, hefur borist kjörskrárstofn frá Þjóðskrá, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.
Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 27. febrúar 2010.
Fjöldi á kjörskrá í Fjallabyggð samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 13. febrúar 2010, er 1618.
Gera þarf leiðréttingu vegna einstaklinga sem fallið hafa frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því
í kjördeild á Siglufirði, samtals 960, þar af búsettir erlendis 28

í kjördeild í Ólafsfirði, samtals 655, þar af búsettir erlendis 16

eða alls 1615 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.
Kjörstaðir verða í ráðhúsinu á Siglufirði og gagnfræðaskólahúsnæinu í Ólafsfirði.