Yfirfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002107

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10.03.2010

Lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi undirbúning og myndun þjónustusvæða vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna.  Gert er ráð fyrir að þjónustusvæði verði mynduð um rekstur þjónustunnar og er miðað við að þau hafi að lágmarki um átta þúsund íbúa. Þjónusta innan svæðisins getur verið  veitt af einstökum sveitarfélögum, byggðasamlagi eða með öðru formlegu samstarfi sveitarfélaga.  Mikilvægt er að sveitarfélögin skilgreini þjónustusvæði sem fyrst og ákveði þjónustuformið.  Í umræðum um málið kom fram að Fjallabyggð vegna Siglufjarðar hefur verið í ágætu samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra á þessu sviði síðan 1999 og því eðlilegt að horft verði til áframhaldandi samstarfs og þá á grundvelli þeirrar leiðar sem kölluð er ,,þjónustusvæði með dreifðri þjónustu".