Vinnufundur um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002046

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10.03.2010

Miðvikudaginn 24. febrúar 2010 hélt Samband íslenskra sveitarfélaga vinnufund, í samvinnu við verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Tilgangur fundarins var að miðla upplýsingum og leggja grunninn að öflugu starfi sveitarfélaga fram til þess tíma sem þau taka við þjónustunni. Á fundinum fór m.a. fram umræða í vinnuhópum um stærð þjónustusvæða og mismunandi rekstrarform þjónustunnar og einnig kynntu fulltrúar allra landshlutasamtaka stöðu vinnunnar á sínu svæði. Frá Fjallabyggð sóttu fundinn félagsmálastjóri, bæjarstjóri og formaður félagsmálanefndar.