Umsókn um styrk vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD greiningu

Málsnúmer 1001105

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 21.05.2010

Lögð fram til kynningar styrkumsókn til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD.  Umsókninni fylgir verklýsing á verkefninu þar sem tilgangurinn er að stuðla að bættri þjónustu við þennan hóp barna.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 01.07.2010

Fyrir liggur bréf verkefnisstjórnar tilraunaverkefnis til styrktar langveikum börnum og börnum með ADHD-greiningu varðandi úthlutun styrks til félagsþjónustu Fjallabyggðar að upphæð kr. 1.000.000 vegna aukinnar þjónustu við börn með ADHD og langveik börn og fjölskyldur þeirra.