Frístundastefna Fjallabyggðar.

Málsnúmer 0810022

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 14. fundur - 16.03.2017

Nokkur umræða var í upphafi um frístundastyrki og hve óhentugt það getur verið að skipta 20.000 króna upphæð ef námskeið kostar mun minna en það.
Nefndinni leist því mjög vel á það, að taka upp rafrænt bókunarkerfi, sem getur haldið betur utan um frístundastarf unglinga í Fjallabyggð og notkun frístundastyrkja frá Fjallabyggð.
Varðandi endurskoðun frístundastefnu Fjallabyggðar vildi nefndin koma því á framfæri að það virðist sem of mörg félög séu á svæðinu. Draumsýnin væri að sjá eitt félag og innan þess væru mörg aðildarfélög eins og t.d. hjá F.H., en innan þess félags er: sunddeild, knattspyrnudeild, frjálsíþróttadeild o.s.frv.