Áhugamannahópur gamalla áhaldafimleikamanna vegna ritunar og útgáfu sögu Björns í Firði

Málsnúmer 0803015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19.02.2013

Lagt er fram bréf frá 14. maí 2007 undirritað af Jóhanni B. Sveinbjörnssyni á Seyðisfirði, sem og bókanir frá fundi bæjarráðs frá 22. maí 2007 og frá menningarnefnd frá 13. ágúst 2007.

Í bréfinu er fjallað um styrkbeiðni vegna ritunar ævisögu Björns í Firði og var vel tekið í erindið á þessum tíma, sjá bókanir.
Ritun sögunnar hefur legið í dvala en nú telja áhugamenn að hægt sé að halda verkinu áfram.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðila, en vísar afgreiðslu málsins til áætlunargerðar fyrir árið 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26.03.2013

Lagt fram bréf frá 27. febrúar, er varðar styrkumsókn áhugamannahóps um útgáfu á bók um "Björn í Firði."

Bæjarráð samþykkir að vísa fram komnum óskum til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.