Skíðasvæðin

Skíðasvæðin
Í Fjallabyggð eru tvö skíðasvæði. Skíðasvæðið í Skarðdal á Siglufirði og Skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði

Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins Þetta er snjómikið svæði og hefur verið hægt að skíða þarna fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd. Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund. Efri endi lyftunnar er í rúmlega 650 metra hæð yfir sjó. Í Skarðsdal er að finna einhverjar bestu alhliða brekkur landsins. Nýlega var reistur glæsilegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrirmyndar. Gerð eru hagstæð tilboð fyrir hópa um lyftukort o.þ.h. Góð flóðlýsing er á skíðasvæðinu. Hægt er að finna heimasíðu skíðasvæðisins hér: http://www.skardsdalur.is/ 

Í Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetraríþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferðir um fjöll og dali í nágrenninu og er aðstaða til skíðaiðkunar óvíða betri. Göngubrautir eru nánast lagðar um allan bæ og stendur Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrir gönguferðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyfta og góðar svigbrautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði og nota gjarnan flá hryggi sem eru á svæðinu. Í glæsilegum skíðaskála Skíðafélagsins er boðið upp á ýmis konar veitingar. Í skálanum er svefnloft þar sem u.þ.b. 25 manns geta gist í svefnpokum. Gerð eru hagstæð tilboð fyrir hópa um lyftukort o.þ.h. Hægt er að finna heimasíðu skíðasvæðisins hér:  http://skiol.fjallabyggd.is/

Hægt er að kynna sér skíðasögu Fjallabyggðar (Ólafsfjarðar og Siglufjarðar) hér:
http://skidasaga.fjallabyggd.is/is/forsida