Slökkvilið Fjallabyggðar fær nýjan körfubíl að láni

Slökkvilið Akureyrar fékk fyrr á þessu ári nýjan og öflugan körfubíl í sína þjónustu. Í framhaldi af því var Slökkviliði Fjallabyggðar boðið að taka eldri bíl SA til geymslu og notkunar og var hann afhentur liðinu þann 1. september sl.  

Það að fá yngri körfubíl til slökkviliðsins í Fjallabyggð er mikil breyting og bætir og styrkir björgunargetu slökkviliðsins til muna að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar slökkviliðsstjóra. Núverandi bíll er frá árinu 1969 og er því orðin 53 ára gamall. Bíllinn sem kemur frá Slökkviliði Akureyrar er árgerð 1987, hefur verið mikið endurnýjaður á síðustu árum og vel við haldið. Hann er mun öflugri en núverandi bíll á allan hátt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér eiginleikar hans gjörbreytir vinnu í atburðum sem slökkviliðið getur þurft að takast á við samanborið við eldri bíl Slökkviliðs Fjallabyggðar. 
 
Í tilefni dagsins óku körfubílarnir tveir í samfloti á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem tekið var á móti nýja bílnum á slökkvistöðinni á Siglufirði. Slökkviliðsmaður frá Akureyri sáu svo um kennslu á körfubílinn.