Færni- og heilsumat

Áður en kemur að dvöl einstaklings í hjúkrunar- eða dvalarrými, samkvæmt umsókn hans, skulu öll önnur raunhæf úrræði heilbrigðis- og félagsþjónustu sem miða að því að fólk geti búið í heimahúsi vera fullreynd. Enginn getur dvalið til langframa í hjúkrunarrými eða dvalarrými nema að undangengnu mati færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir slíka dvöl. Félagsþjónusta Fjallabyggðar veitir upplýsingar til Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands um félagslegar aðstæður og félagslega þjónustu einstaklings vegna umsóknar hans um dvöl í hjúkrunar- eða dvalarrými og leggur mat á hvort öll raunhæf félagsleg úrræði hafa verið reynd til fullnustu. 

Umsóknir og fylgiskjöl á heimasíðu Landlæknis