Almannavarnir

Fjallabyggð á fulltrúa í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar. Hlutverk nefndarinnar er samkvæmt lögunum „...að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðaraðgerða, náttúruhamfara eða af annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðila samkvæmt lögum“.

Nefndin gerir viðbragðsáætlanir og skipuleggur og samræmir viðbúnað, björgunaraðgerðir og hjálparstarf þegar hætta steðjar að mannabústöðum eða þegar tjón verður, t.d. af völdum náttúruhamfara. Nefndin kallar einnig til utanaðkomandi aðstoð þegar verkefnin eru umfangsmeiri en svo að aðilar í umdæminu geta tekist á við þau.

Meðal verkefna nefndarinnar eru:

  • Skipulag og samræming hjálparstarfs og hjálparliða, þjálfun þeirra og búnaður.
  • Eftirlit og leiðbeiningar varðandi einkavarnir í íbúðarhúsum, atvinnufyrirtækjum og stofnunum.
  • Uppbygging og rekstur stjórnstöðva í umdæminu.
  • Skipulag og uppbygging fjarskipta innan umdæmisins.
  • Rekstur birgðastöðva og birgðasöfnun.
  • Skipulagning og undirbúningur brottflutnings fólks og móttöku fólks af hættusvæði.

 

Nafn Starfsheiti Netfang

Almannavarnanefnd Eyjafjarðar

Fjallabyggð er aðili að Almannavarnanefnd Eyjafjarðar ásamt 6 sveitarfélögum.

Nefndin starfrækir eina aðgerðarstjórn sem hefur aðsetur á Akureyri og samhæfir hún aðgerðir ef upp kemur einhver sá atburður sem kallar á aðgerðir nefndarinnar.
Þá eru starfandi tvær vettvangsstjórnir, í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðaraðgerða, náttúruhamfara eða af annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðila samkvæmt lögum.

Nefndin gerir viðbragðsáætlanir og skipuleggur og samræmir viðbúnað, björgunaraðgerðir og hjálparstarf þegar hætta steðjar að mannabústöðum eða þegar tjón verður, t.d. af völdum náttúruhamfara. Nefndin kallar einnig til utanaðkomandi aðstoð þegar verkefnin eru umfangsmeiri en svo að aðilar í umdæminu geta tekist á við þau.

Meðal verkefna nefndarinnar eru:

  • Skipulag og samræming hjálparstarfs og hjálparliða, þjálfun þeirra og búnaður.
  • Eftirlit og leiðbeiningar varðandi einkavarnir í íbúðarhúsum, atvinnufyrirtækjum og stofnunum.
  • Uppbygging og rekstur stjórnstöðva í umdæminu.
  • Skipulag og uppbygging fjarskipta innan umdæmisins.
  • Rekstur birgðastöðva og birgðasöfnun.
  • Skipulagning og undirbúningur brottflutnings fólks og móttöku fólks af hættusvæði.

Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Aðalmenn

Varamenn