Ungmennaráð Fjallabyggðar

40. fundur 15. mars 2024 kl. 10:45 - 12:15 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgerður Heimisdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Gylfi Guðjónsson aðalmaður
  • Steingrímur Árni Jónsson aðalmaður
  • Anna Brynja Agnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
  • Salka Hlín Harðardóttir tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Guðrún Ósk Auðunsdóttir var fjarverandi.

1.Lögbinding starf félagsmiðstöðva.

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Áform um setningu nýrra æskulýðslaga kynnt fyrir Ungmennaráði.
Lagt fram til kynningar
Frístundafulltrúi og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála útskýrðu þýðingu þeirra áforma að lögbinda starf félagsmiðstöðva. Starf félagsmiðstöðva er mikilvægur þáttur í frístundastarfi og uppeldi barna og unglinga. Lögbinding félagsmiðstöðva er því framfaraskref. Oft nær starf félagsmiðstöðva til þeirra barna og unglinga sem íþróttafélög ná ekki til. Það er dýrmætt. Ungmennaráð fagnar áformum um lagasetningu þar sem m.a. er verið að lögbinda starfsemi félagsmiðstöðva.

2.Starfsemi Neons 2023-2024

Málsnúmer 2311059Vakta málsnúmer

Fjallað um starfið í Neon í vetur.
Lagt fram til kynningar
Rætt um starfið í Neon. Erfiðlega hefur gengið að ná upp áhuga elsta aldurflokksins, 16-19 ára. Allskonar hugmyndir voru ræddar.

Fundi slitið - kl. 12:15.