Stjórn Hornbrekku

39. fundur 22. apríl 2024 kl. 12:30 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður
  • Tómas Atli Einarsson aðalm.
  • Helgi Jóhannsson aðalm.
  • Arnar Þór Stefánsson varam.
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður Hornbrekku
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Samstarfssamningur um innleiðingu á Eden stefnunni

Málsnúmer 2305037Vakta málsnúmer

Samþykkt
Nú er komið að lokaáfanga á innleiðingu á vottun fyrir Hornbrekku sem Eden heimili. Óskað er eftir stuðningsyfirlýsingu frá stjórn Hornbrekku um samþykki til þess að Eden Alternative verði yfirlýst stefna heimilisins. Stjórn Hornbrekku samþykkir einróma fyrir sitt leyti stuðningsyfirlýsingu við innleiðingu Eden stefnunnar í Hornbrekku.

2.Starfsemi Hornbrekku 2024

Málsnúmer 2401084Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi heimilisins frá síðasta fundi stjórnar.

Fundi slitið - kl. 13:00.