Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

95. fundur 02. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir varamaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda 2022

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Í vinnslu er uppfærsla á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, eyðublað fyrir greinagerð að loknu verkefni/hátíð og uppfærsla á umsóknareyðublöðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna ásamt breytingum á eyðublöðum og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.

2.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211013Vakta málsnúmer

Athugasemd barst frá umsækjanda um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð. Svo virðist sem innsend gögn hafi ekki borist með umsókn.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falin úrvinnsla málsins í samræmi við umræður fundarins.

3.Flæði - útilistaverk

Málsnúmer 2201027Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi upplýsti markaðs- og menningarnefnd um vinnu sína varðandi listaverkið Flæði, Aðalgötu 14 í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð samfélagsmiðlastefnu.
Afgreiðslu frestað
Umræðu og afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.