Hafnarstjórn Fjallabyggðar

38. fundur 23. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:30 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Ingvar Erlingsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1112009Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun sendir höfnum Fjallabyggðar bréf dagsett 29. nóvember s.l. þar sem lögð er áhersla á að gerð verði áætlun um möttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum.

Samkvæmt reglugerð skal senda umrædda áætlun til staðfestingar í Umhverfisstofnun fyrir 15. mars 2012. Hafnarstjóri óskar eftir ábendingum hafnarstjórnar ef einhverjar eru til að lokið verði við umrædda áætlun fyrir tiltekinn tíma.

Hafnarstjórn óskar eftir tillögu um svör á næsta fund hafnarstjórnar. Miða skal við sambærileg svör annarra hafna og er hafnarstjóra falið að auglýsa eftir ábendingum í staðarfjölmiðlum.

2.Flotbryggjur

Málsnúmer 1106045Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram ýtarlegar upplýsingar um kaup og tilboð í flotbryggjur.

Hafnarstjórn óskar eftir neðanrituðu fyrir næsta fund.

1. Endanlega staðsetningu á flotbryggju í samræmi við tillögur frá Siglingastofnun.

2. Tilboð í 25m langa flotbryggju og festingar.

3. Tilboð í landgang.

4. Tilboð í 10m fingur, þrjú stykki.

5. Tilboð í 8m fingur, þrjú stykki.

 

Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1201081Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að allar tekjur sem verða til á hafnarsvæðinu renni til hafnarsjóðs.

Hér er verið að leggja áherslu á m.a. stöðuleyfi fyrir gáma.

Hafnarstjórn fór yfir hugmyndir um gjaldskrá fyrir grásleppu og grásleppuhrogn.

Hafnarstjórn telur rétt að kalla eftir áherslum og leiðbeiningum frá Sjávarútvegsráðuneyti fyrir næsta fund.

Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2012 lögð fram til staðfestingar.

Hafnarstjórn leggur til að í 16. gr. verði skráningagjald vegna endurvigtunar fellt út.

Opnunartími hafna fyrir grásleppu verður virka daga til kl. 18.00 og laugardaga frá kl. 15.00 - 18.00.

Samþykkt einróma.

4.Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar/staðreyndir um bæjarfélagið og starfsemi hafnarinnar.

Hafnarstjórn vill leggja áherslu á að lagfæra þarf kaflann um núverandi stöðu sjávarútvegs í Fjallabyggð.

5.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Hafnasambandinu dags. 21. nóvember sl.

Tillögur lagðar fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

6.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Lagðar fram stefnuræður bæjarstjóra og samanburður við ákvarðanir hafnarstjórnar.

Tillögur hafnarstjórnar koma þar m.a. fram.

7.Minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirspurnar úr hafnarstjórn

Málsnúmer 1202094Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um gáma á hafnarsvæðinu.

Farið var yfir kostnað og umgengni á ruslagámum á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að gámur á hafnarsvæðinu á Siglufirði verði læstur og er yfirhafnarverði falin útfærsla á umræddri lokun.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að umræddur gámur er eingöngu fyrir skip og báta.

 

8.Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref

Málsnúmer 1202095Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur áherslu á að upplýsingar frá Siglingastofnun berist á næsta fund stjórnar.

Lögð er áhersla á útboð í Ólafsfirði og upplýsingar um Hafnarbryggju á Siglufirði.

Hafnarstjórn fagnar upplýsingum um að ekki verður lengur um akstur að ræða á fiskúrgangi  í hafnir Fjallabyggðar, en honum er nú ekið til fyrirtækisins Siglól.

Starfandi formaður fagnaði þessu sérstaklega.

Fundi slitið - kl. 19:30.