Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

101. fundur 16. ágúst 2021 kl. 16:30 - 17:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Hólmar H. Óðinsson var fjarverandi.

1.Leikskóli Fjallabyggðar skólastarf 2021-2022

Málsnúmer 2108016Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri fór yfir skólastarf í byrjun skólaárs, mönnun og aðlögun leikskólabarna sem hefjast mun í næstu viku.

2.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067Vakta málsnúmer

Lagt fram
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri fór yfir lokaskýrslu umbóta í Leikskóla Fjallabyggðar í kjölfar ytra mats sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Menntamálastofnun að gera á skólanum haustið 2017. Síðustu ár hafa umbætur staðið yfir og nú er þeim að fullu lokið. Skýrslan hefur verið send ráðuneytinu sem hefur móttekið hana og telur sveitarfélagið hafa gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar ytra mats. Málinu er lokið að hálfu ráðuneytisins.

3.Skólaþing sveitarfélaga 2021.

Málsnúmer 2106076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í ár eru 25 ár frá því allur rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er hafa verið stigin margvísleg framfaraskref og skólahald breyst og þróast til betri vegar. Skólaþing sveitarfélaga 2021 verður tileinkað þessum tímamótum og hefur dagskrá skólaþingsins verið birt með fyrirvara um breytingar. Sambandið hvetur sveitarfélög til að taka virkan þátt í skólaþinginu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun sækja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:10.