Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

52. fundur 05. mars 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Fulltrúar foreldra leik- og grunnskóla voru boðaðir á fundinn en mættu ekki.

Skólastjórar og skólameistari kynntu greinargerðir sem þeir höfðu sett saman um hvernig þeirra stofnun hefur starfað í vetur með hliðsjón af fræðslustefnu Fjallabyggðar. Horft var til markmiða og leiða að markmiðum fræðslustefnunnar. Einnig tóku greinargerðirnar til þess hvernig samstarf menntastofnanna hefur verið innbyrðis. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjórum og skólameistara fyrir góðar greinargerðir.

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar hversu vel hefur tekist til í samstarfi skólanna og uppbyggingu skólastarfs samkvæmt fræðslustefnunni. Gott er að sjá hversu metnaðarfullt starf er unnið á öllum skólastigum. Einnig er fagnaðarefni að niðurstöður nemendakönnunar í 6.-10. bekk frá því í haust sýna betri niðurstöður en síðustu ár. Þar kemur m.a. fram að nemendum líður betur í skólanum en jafnöldrum á landsvísu.

Fundi slitið - kl. 18:30.