Bæjarstjórn Fjallabyggðar

148. fundur 21. júní 2017 kl. 17:00 - 17:40 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Helga Helgadóttir boðar forföll og Ásgeir Logi Ásgeirsson kemur í hennar stað.
Hilmar Elefsen boðar forföll og Nanna Árnadóttir kemur í hans stað.
Ríkharður Hólm Sigurðsson boðar forföll og enginn varamaður mætti í hans stað.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017

Málsnúmer 1705006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.
    Farið yfir framkvæmdir í umhverfismálum í Fjallabyggð árið 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. frá 16. maí 2017. Á fundinum var samþykkt að segja upp verksamningi um Seyrutæmingu og kölkun á seyru sem gerður var milli Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. og Gámaþjónustu Norðurlands ehf. þann 19. desember 2000. Flokkun Eyjafjarðar ehf. tók verkefnið yfir þegar byggðasamlagið Sorpeyðing Eyjafjarðar var lagt niður árið 2007. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lögð fram niðurstaða samgönguráðuneytisins þess eðlis, að styrkir verði áfram færðir til lækkunar á kostnaðarverði framkvæmda hjá höfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Eftirfarandi tilboð barst: Sölvi Sölvason ehf., 10.864.900 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10.286.000 kr.
    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 11. maí 2017 um umsögn Fjallabyggðar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna dansleiks á vegum Sjómannafélags Ólafsfjarðar í menningarhúsinu Tjarnarborg, þar sem aldurstakmark er 16 ár, föstudaginn 9. júní 2017.
    Bæjarráð samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Á fundi bæjarráðs þann 28. mars sl. var samþykkt að auglýst yrði eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017. Engin viðbrögð voru við auglýsingunni innan tímarammans. Síldarævintýri verður því ekki haldið árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lagt fram erindi Jóns Hrólfs Baldurssonar dags. 16. maí 2017 þar sem hann framselur boð sitt í húseignina Hverfisgötu 17, Siglufirði, fastanr. 213-0611.
    Bæjarráð samþykkir að ganga inn í tilboð Jóns Hrólfs Baldurssonar. Bæjarráð vísar umsókn um niðurrif á húsinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Aðalfundur Greiðrar leiðar verður haldinn mánudaginn 29. maí n.k. kl. 13, að Hafnarstræti 91, Akureyri. Fundarboð lagt fram til kynningar ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23. maí 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 502. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 503 fundur - 30. maí 2017

Málsnúmer 1705015FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
    Deildarstjóri tæknideildar upplýsti að verklok verði í júní.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

    Lagður fram rekstrarsamningur við Síldarminjasafn Íslands ses. frá 01.01.2017 - 31.12.2018.
    Bæjarráð samþykkir rekstrarsamninginn með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.
    Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Fimm umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála en umsóknarfrestur rann út 24. maí sl.
    Umsækjendur eru:
    Benjamín Bruno Pagel
    Herbert Ingi Sigfússon
    Ríkey Sigurbjörnsdóttir
    Valdimar Hermannsson
    Þorgils Gíslason

    Einn umsækjandi Ríkey Sigurbjörnsdóttir, uppfyllti auglýst ráðningarskilyrði. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og deildarstjóra félagsmáladeildar að ræða við Ríkeyju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

    Lagðir fram til kynningar undirskriftarlistar starfsmanna hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, dags. 16. maí 2017.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
    Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Á fundi bæjarráðs þann 15. nóvember 2016 var samþykkt að fresta afgreiðslu rekstrarstyrkjar til Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita félaginu rekstrarstyrk árið 2017 að upphæð 800.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram erindi frá Gunnsteini Ólafssyni fyrir hönd Þjóðlagasetursins þar sem boðist er til þess að vera með sérstaka dagskrá í setrinu um verslunarmannahelgina ef styrkur fæst frá Fjallabyggð.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagðar fram til kynningar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglugerðarbreytingum til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og grein Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um opinber fjármál sem birtist í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, þann 18. maí 2017.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra um þau áhrif sem breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar munu hafa á Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram erindi forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.

    Bæjarráð felur hafnarstjóra að leggja fram minnisblað vegna málsins og frestar afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Eyþing, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa fyrir málþingi um raforku á Norðurlandi miðvikudaginn 7. júní n.k. kl. 14.00 í Hofi, Akureyri.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og varaformanni bæjarráðs að sækja málþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarstjórnar staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30. maí 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 503. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017

Málsnúmer 1706001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Herhúsfélagsins að leita lausnar á málinu. Niðurstaðan verði lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar og biður um útfærslu fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur sem deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Ríkey hefur störf 1.ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Lögð fram tillaga Hjartar Hjartarsonar, starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að samningur um skólaakstur við Hópferðabíla Akureyrar ehf. verði framlengdur um eitt ár í samræmi við 3 gr. samningsins og 7. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Erindi frá eiganda Lindargötu 24 fastanr.213-0736 varðandi afslátt á B -gatnagerðargjöldum með vísun í tölvupóstsamskipti. Bæjarráð hefur ekki fengið þetta erindi fyrr til umfjöllunar og hafnar að gefa afslátt af gjöldunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Lagt fram erindi frá Leyningsás ses. um uppbyggingu Hólsár. Lagt er til að á næstu þremur árum verði lögð áhersla á að stuðla að sjálfbærri nýtingu árinnar og að settar verði eftirfarandi reglur sem gildi til ársins 2020:

    1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
    2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
    3. Leyfilegur hámarksafli á dag eru 3 fiskar.
    4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðibók sem staðsett er við Hólsárbrú.
    5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
    6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsás.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Leyningsáss um nánari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð þakkar Sverri fyrir bréfið en bendir jafnframt á að umhirða kirkjugarðanna er alfarið á höndum sóknarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Tekið fyrir umsókn um verkefnastyrk vegna Steckerlfisks frá Ingu Þórunni Waage.
    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Fjallabyggð hefur komið upp hæghleðslustöð við ráðhúsið. Deildarstjóra tæknideildar er falið að ræða við Íslenska gámafélagið og Vistorku og leggja fram umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 6. júní 2017 Bæjarráð staðfestir sérstaklega lið númer 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er varðar niðurrif á húsi við Hverfisgötu 17, Siglufirði. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 504. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.júní

Málsnúmer 1706005FVakta málsnúmer

  • 4.1 1705067 Starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Ein umsókn barst eftir að umsóknarfrestur rann út.
    Bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka viðtöl við umsækjendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.2 1706026 Skýrsla um kosti og galla sameiningar AVE, AÞ og Eyþings
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.3 1706004 Samningur um loftmyndir og hæðarlínur af Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að semja við Loftmyndir um endurnýjun á fjögurra ára fresti og leggja samninginn fyrir bæjarráð til samþykktar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.4 1705073 Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.5 1408036 Vatnsagi í lóðum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda erindin til Ofanflóðasjóðs. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.6 1706014 Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.7 1506013 Málefni Hverfisgötu 17 Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um niðurrif á húsinu. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að fara í verðkönnun. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.8 1705018 Aðstöðuhús við Brimnes
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.9 1706030 Endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.10 1705041 Vallargata, Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Ríkharður Hólm Sigurðsson leggur til að báðum tilboðum verði hafnað vegna þess að tilboðin séu of há miðað við kostnaðaráætlun. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

    Steinunn M. Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir samþykkja að taka tilboði lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.11 1705075 Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Bæjarráð telur að ákvæði 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga hamli því ekki að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um málið. Bæjarráð felur Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa að setja tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun á heimasíðu Fjallabyggðar eins og reglugerð kveður á um.

    Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.12 1706023 Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.13 1609089 Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.14 1701008 Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.15 1701004 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 505.fundur - 13.júní Lögð fram fundargerð yfirkjörstjórnar Bókun fundar Afgreiðsla 505. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 506.fundur - 20.júní 2017

Málsnúmer 1706007FVakta málsnúmer

  • 5.1 1705071 Málefni Fairytale at sea varðandi aðstöðu félagsins í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.2 1705084 Hólsá og Leyningsá veiðistjórnun/veiðivernd
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem fram kemur að kostnaður bæjarfélagsins verði smávægilegur í uppsetningu skilta og stöku eftirlitsferð bæjarverkstjóra.
    Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindi Leyningsáss frá 26.maí 2017.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna samþykktina fyrir Fiskistofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.3 1706037 Samningur við KF um uppsetningu á nýjum söluskúr.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við KF.
    Áætlað er að heildarkostnaður verði kr. 2.000.000.- og verður hann færður á framkvæmdaliðinn "ýmis smáverk".
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.4 1706039 Frístundaakstur, sumaráætlun 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breytingu á tímatöflu frístundaaksturs vegna leikjanámskeiðs og fótboltaskóla KF í sumar.
    Kostnaður er áætlaður kr. 405.620.-
    Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.5 1705067 Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Elísa Rán Ingvarsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.6 1705073 Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Upplýsingar hafa ekki enn borist frá Lífeyrissjóðnum Brú. Málinu frestað þar til upplýsingar hafa borist. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.7 1704054 17. júní 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
    Lagður fram samningur við Menningar og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði um hátíðarhöld á 17. júní 2017. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 500.000 krónum. Einnig lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem lagt er til við bæjarráð að framlagið til MOFSÓ verði hækkað í 600.000 krónur. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar kostnaðinum til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
    Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • 5.8 1706041 Útboð Grunnskólalóð Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.9 1706033 Samningur um heimild til þess að leggja lagnir fyrir hitaveitu um land jarðarinnar Hólkot
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.10 1611006 Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi og hækkun á árlegu framlagi.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að samnningi á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.11 1706031 Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.12 1604017 Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð felur skólastjóra og starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja svarbréf fyrir bæjarráð á næsta fundi þess. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 5.13 1706038 Frá nefndasviði Alþingis - 414.mál til umsagnar - mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017

Málsnúmer 1705016FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar.

    Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Lagðar fram umsagnir frá Vegagerðinni, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Dalvíkurbyggð og Sveitarfélaginu Skagafirði sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

    Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Tillaga deiliskipulags tveggja athafnalóða norðan Hafnarbryggju, var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Umsögn barst frá Vegagerðinni sem gerði ekki athugasemdir við tillöguna og ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun. Eftirfarandi breytingar voru gerðar vegna ábendinga Skipulagsstofnunar:
    Kafla 1.8 Almannaréttur, var bætt við greinargerðina. Göngustígur skilgreindur meðfram strandlínu og lóðir minnkaðar sem því nemur. Byggingareitir minnkaðir í línu við suðurhlið Tjarnargötu 2-4.

    Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagður fram breytingaruppdráttur fyrir deiliskipulag Eyrarflatar þar sem breyting er gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt.

    Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða breytingu deiliskipulags í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagt fram bréf húseigenda Hvanneyrarbrautar 26 þar sem fram koma þeirra sjónarmið vegna afgreiðslu 212.fundar skipulags- og umhverfisnefndar þar sem umsókn um byggingarleyfi var hafnað.

    Nefndin áréttar fyrri afgreiðslu og ítrekar rétt húseigenda til að vísa niðurstöðu bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn Skeljungs hf. um lóð að Vesturtanga 18 fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrirtækisins. Sé ekki hægt að verða við umsóknni er óskað eftir því að sveitarfélagið komi með tillögu að staðsetningu fyrir eldsneytisafgreiðsluna.

    Beiðni Skeljungs hf. er hafnað, þar sem umræddri lóð hefur nú þegar verið úthlutað. Varðandi beiðni um tillögu að staðsetningu fyrir lóð undir sjálfsafgreiðslustöð með ofanjarðardísilsölutank þá er ekki gert ráð fyrir því í skipulagi þéttbýlisins á Siglufirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Bæjarráð vísar umsókn um niðurrif á húsinu við Hverfisgötu 17, til skipulags- og umhverfisnefndar.

    Nefndin samþykkir niðurrif hússins Hverfisgötu 17, Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagt fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.

    Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati á verkefninu frá deildarstjóra tæknideildar.

    Nefndin óskar eftir kostnaðarmati og nánari útfærslu á tillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn húseiganda að Hólavegi 5, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja svalir við suðurhlið hússins.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram ósk um að drasl við Vetrarbraut 19a verði fjarlægt svo hægt sé með góðu móti að komast um Vetrarbrautina.

    Tæknideild falið að láta fjarlægja umrætt drasl við Vetrarbrautina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram ábending um að umhverfið við Strandgötu í Ólafsfirði sé ábótavant vegna ýmiskonar lausamuna á lóðum við götuna. Óskað er eftir því að eitthvað verði gert til að bæta ásýnd götunnar.

    Tæknideild falið að senda lóðarhöfum bréf og óska eftir tafarlausum úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn húseiganda við Túngötu 40 þar sem sótt er um leyfi til að setja 6 Velux þakglugga, þrjá á hvora hlið hússins.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Landeigandi Hlíðar óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna landaskipta á Neskotslóðinni í landi Hlíðar í Ólafsfirði.

    Nefndin gerir ekki athugasemd við landaskipti á Neskotslóðinni í landi Hlíðar í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Aðstandendur Þjóðlagahátíðar á Siglufirði óska eftir leyfi til að setja skilti gengt Samkaup sem auglýsir að Þjóðlagahátíðin sé í gangi.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn um leyfi til að útbúa forstofu á NV-horni hússins við Aðalgötu 15, Siglufirði.

    Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki húsfélags, þar sem um fjöleignarhús er að ræða. Einnig bent á að uppfæra þarf eignaskiptasamning í samræmi við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram til kynningar matslýsing vegna kerfisáætlunar Landsnets 2017-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214. fundur - 20.júní 2017

Málsnúmer 1706006FVakta málsnúmer

  • 7.1 1706027 Umsókn um leyfi fyrir bílastæði og undirstöður undir golfskála
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Konráð Karl Baldvinsson fyrir hönd Selvíkur ehf. óskar eftir leyfi til að fylla undir bílastæði og fyrirhugaðan golfskála í landi Grafargerðis skv. meðfylgjandi uppdrætti.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.2 1706025 Umsókn um stækkun lóðar við Suðurgötu 10 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Eigandi húseignarinnar Suðurgata 10 óskar eftir stækkun lóðarinnar um 6 metra til norðurs frá núverandi lóðarmörkum.

    Erindi samþykkt. Tæknideild falið að útbúa nýtt lóðarblað og lóðarmarkayfirlýsingu til þinglýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.3 1706032 Umsókn um byggingarleyfi-Norðurtún 3 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Ómar Óskarsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Norðurtún 3 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að veita umbeðið leyfi þegar fullnægjandi gögn vegna málsins hafa borist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.4 1706036 Aðkoma að lóð nr.1 í Hólkoti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Lóðarhafi Hólkots 1 óskar eftir að fá að gera aðkeyrslu að lóðinni frá suðvestri skv. meðfylgjandi lóðablaði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.5 1706035 Umsókn um leyfi vegna Hólkotsveitu
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Lögð fram umsókn Norðurorku um leyfi til lagningar á hitaveitu frá Ægisgötu 13 að frístundabyggð í landi Hólkots.

    Nefndin samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leyti en bendir á að framkvæmdaaðili þarf samþykki Vegagerðarinnar ef lögnin liggur í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.6 1706022 Hraðahindrun á Aðalgötu í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Lögð fram tillaga íbúa um að Vegagerðin setji varanlega hraðahindrum um leið og Aðalgatan í Ólafsfirði verður malbikuð.

    Nefndin þakkar framlagða tillögu og felur tæknideild að setja upp þrengingar til að draga úr hraða við Aðalgötu í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.7 1706021 Ósk um að setja upp auglýsingaborða
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Helgi Jóhannsson fyrir hönd Fjallasala ses. óskar eftir leyfi sveitarfélagsins til að strengja tvo víra milli ljósastaura á Aðalgötunni í Ólafsfirði. Á vírana verður strengt segl sem vísar á náttúrugripasafnið í Pálshúsi.

    Nefndin samþykkir tímabundið leyfi til lok ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.8 1706029 Umsókn um stofnun lóðar úr landi Hlíðar í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Lögð fram umsókn um stofnun lóðar úr jörðinni Hlíð í Ólafsfirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
    Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • 7.9 1705006 Umsókn um byggingarleyfi fjárhúss í landi Hlíðar Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á leigulóð úr landi Hlíðar í Ólafsfirði.

    Erindi frestað.

    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
    Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • 7.10 1706040 Störf skipulags- og umhverfisnefndar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Umræða tekin um störf og skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 7.11 1706023 Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 214.fundur - 20.júní 2017 Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

8.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur 8.júní 2017

Málsnúmer 1706003FVakta málsnúmer

  • 8.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur 8.júní 2017 Útgáfa kjörbréfa.
    Vegna flutnings úr Fjallabyggð, þá sagði Sólrún Júlíusdóttir af sér sem bæjarfulltrúi frá 17. maí 2017.
    Yfirkjörstjórn gefur því út kjörbréf fyrir Jón Valgeir Baldursson sem aðalfulltrúa fyrir B-lista og fyrir Ólaf Guðmund Guðbrandsson sem varafulltrúa af sama lista og miðast þetta við 17. maí 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

9.Breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705024Vakta málsnúmer

Breyting er í 5.grein "Vatnsgjald" 1. og 2. línu.
"tengdar hafa verið vatnsveitu" verði inni, en (vatns geta notið) fer út.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna með 6 atkvæðum á 148. fundi bæjarstjórnar.

10.Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 1705046Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á samþykktum á stjórn Fjallabyggðar og á fundarsköpum bæjarstjórnar vegna breytts rekstrarfyrirkomulags á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku með 6 atkvæðum á 148. fundi bæjarstjórnar.

11.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

S. Guðrún Hauksdóttir tilkynnti breytingar í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar.

Stjórn Hornbrekku

Aðalmenn:
S. Guðrún Hauksdóttir formaður
Nanna Árnadóttir / varaformaður
Ríkarður Hólm Sigurðsson
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir
Rósa Jónsdóttir

Varamenn:
Ásgeir Logi Ásgeirsson
Steinunn María Sveinsdóttir
Hjördís Hjörleifsdóttir
Sæbjörg Ágústdóttir
Jón Valgeir Baldursson

Samþykkt með 6. atkvæðum.

Starfshópur um afmæli Siglufjarðar:
í staðinn fyrir Arndísi Jónsdóttur kemur Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Í staðinn fyrir Sólrúnu Júlíusdóttur kemur Ægir Bergsson.

Samþykkt með 6. atkvæðum.

12.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2017

Málsnúmer 1706020Vakta málsnúmer

2. varaforseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2017. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 13. september 2017.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 31.grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 6 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:40.