Bæjarstjórn Fjallabyggðar

243. fundur 15. maí 2024 kl. 17:00 - 18:33 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Áslaug Inga Barðadóttir varafulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar
Í upphafi fundarins bar forseti bæjarstjórnar upp tillögu um breytingu á boðaðri dagskrá, á þann veg að taka fyrir mál 2401098 - Ósk um fund með bæjar- eða sveitarstjórn sem 1. dagskrárlið.
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

1.Ósk um fund með bæjar- eða sveitarstjórn

Málsnúmer 2401098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund bæjarstjórnar Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.

Á 819. fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn eftir miðjan febrúar.
SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og viljum við því endurtaka leikinn.
Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega."

Elva kynnti starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Elvu og SSNE fyrir komuna og kynninguna.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024.

Málsnúmer 2404013FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.1 2404082 Endurnýjun á þaki Lækjargötu 14
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og samþykkir hlutdeild sveitarfélagsins vegna kostnaðar á endurnýjun þaks á Lækjargötu 14, með fyrirvara um samþykki meðeigenda. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2403014 Reglur Fjallabyggðar um stofnframlög
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til umræðu og samþykktar bæjarstjórnar. Bæjarráð telur að ekki þurfi að skipa sérstaka nefnd að svo stöddu til þess að fara yfir umsóknir. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2309088 Beiðni um fast framlag vegna Kvíabekkjarkirkju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 8. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024.

Málsnúmer 2404008FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.

Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.
  • 3.4 2211081 Samantekt frá yfirhafnarverði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir samantektina og hafnarstjóra fyrir yfirferðina. Bókun fundar Helgi Jóhannsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. H-listans:
    "H-listinn tekur heilshugar undir hugleiðingar yfirhafnarvarðar um að færa aðalflotbryggjuna úr vesturhöfn í austurhöfnina í Ólafsfirði.
    Mikið rót er á bryggjunni í slæmu veðri og færi betur um hana í austurhöfninni.
    Einnig mun þessi tilfærsla lífga mikið upp á höfnina.
    H-listinn leggur til að nánari útfærsla og kostnaður við tilfærsluna verði lagður fyrir hafnarstjórn."

    S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi bókun A- og D-lista:
    "A og D listi fagna framkominni bókun H-listans og leggur til að yfir-hafnarverði verði falið að framkvæma kostnaðar- og valkostamat fyrir nýja staðsetningu fyrir flotbryggju í Ólafsfirði."
    Bókun A- og D-lista samþykkt með 7 atkvæðum.

  • 3.6 2404022 Erindi frá Hollvinasamtökum Maríu Júlíu
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16. apríl 2024. Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðninni. Erindi hafnað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Þar sem takmarkað laust pláss er í höfninni er erindinu hafnað. Nú eru um það bil 30 strandveiðibátar sem leggja upp á Siglufirði, fjórir togarar auk annarra báta. Þegar eru fjórir langlegubátar í höfninni. Einnig er von á rúmlega 30 skemmtiferðaskipum í höfnina í sumar.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139

Málsnúmer 2404004FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í fjórum liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3 og 4. Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139 Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri leggur til breytingar á skólareglum Grunnskóla Fjallabyggðar. Breytingar felast í því að ávarpa ábyrgð nemenda og forráðafólks varðandi skaðabótaskyldu ef gerðar eru vísvitandi skemmdir á gögnum og munum grunnskólans.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skólareglum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139 Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi stjórnendateymis Leikskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjórnendur fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139 Erindi frá Umboðsmanni barna rætt. Umræður sköpuðust um mikilvægi góðrar hljóðvistar í skólahúsnæði. Í skólahúsnæðum Fjallabyggðar þarf víða að bæta hljóðvist og hvetur fræðslu- og frístundanefnd til þess að þeim úrbótum verði flýtt eins og kostur er. Sérstaklega þarf að bæta hljóðvist í matsölum grunnskólans. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.

    Hafin er vinna við að bæta hljóðvist í matsal grunnskólans á Ólafsfirði.

5.Fundargerðir stjórnar Þjóðlagaseturs

Málsnúmer 2404080Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi fundargerð stjórnar Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 24. apríl 2024. Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð stjórnar Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 24. apríl 2024 með 7 atkvæðum.

6.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Niðurstaða íbúakönnunar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði er sem hér segir:

Íbúar á kjörskrá: 589
Greidd atkvæði: 115 (19,5%)

Atkvæði féllu þannig:
Brimnes: 71 atkvæði (61,7%)
Garðsvegur: 44 atkvæði (38,3%)

Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að hafin verði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu ráðgefandi íbúakosningar.
Bæjarstjórn þakkar íbúum Ólafsfjarðar fyrir þátttöku í kosningunni.

7.Skóla- og frístundaakstur. Útboð 2024-2027

Málsnúmer 2403054Vakta málsnúmer

Bjóða þarf út skóla- og frístundaakstur 2024-2027. Fyrir liggja drög að útboðsgögnum. Deildarstjóri óskar eftir heimild til útboðs.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að bjóða út skóla- og frístundaakstur 2024-2027.

8.Ársreikningur Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2404047Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2023 lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta annars vegar og hins vegar A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Eignasjóðs og Þjónustustöðvar. Í B-hluta eru Hafnarsjóður, Hornbrekka, Íbúðasjóður og Veitustofnun.
Samþykkt
Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2023 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.

Fundi slitið - kl. 18:33.