Bæjarstjórn Fjallabyggðar

54. fundur 07. október 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • Magnús Albert Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Staða heilbrigðismála í Fjallabyggð

Málsnúmer 1010020Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar bauð bæjarfulltrúa og gesti velkomna á aukafund bæjarstjórnar til að ræða niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar.
Gestir fundarins voru þeir Konráð Baldvinsson framkvæmdarstjóri HSF, Rúnar Guðlaugsson framkvæmdarstjóri Hornbrekku, Valþór Stefánsson framkvæmdastjóri lækninga HSF og Anna Gilsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar HSF.
Farið var yfir minnisblöð þeirra sem lögð voru fram á fundinum.
Eftir nokkrar umræður var gestum þökkuð fundarseta, yfirferð minnisblaða og góðar skýringar.

  • Bæjarfulltrúar hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á þjónustu við bæjarbúa og ljóst er að svo miklar breytingar til lækkunar á framlögum ríkisins mun hafa veruleg áhrif á mikilvæg störf í Fjallabyggð.

  • Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við þessar tvær mikilvægu stofnanir í Fjallabyggð og mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði. Bæjarstjóra var falið að semja sérstaka bókun fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

  • Bæjarstjórn mun fylgjast náið með framvindu umræðna á Alþingi um fjárveitingar til þessara stofnanna við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2011 og mun árétta sjónarmið Fjallabyggðar á fundi með fjárlaganefnd 15.10.2010.

Fundi slitið - kl. 19:00.