Mengunarvarnaeftirlit

Mengunarvarnaeftirlit heilbrigðiseftirlitsins tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits. Allur atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun þarf starfsleyfi heilbrigðisnefndar (nema Hollustuvernd sé sérstaklega falið eftirlit með fyrirtækinu) og er háður eftirliti heilbrigðisfulltrúa. Hér er haft eftirlit með þeirri mengun sem frá fyrirtækjunum kemur. Um getur verið að ræða loftmengun vegna útblásturs ýmissa efna, mengun vegna fráveitu fyrirtækjanna í  grunnvatn, vötn á, læki og sjó og getur þar verið um að skólpmengun eða mengun hættulegra efna, hávaðamengun og mengun vegna úrgangs, þ.m.t. spilliefna.

Mengunarvarnaeftirlit tekur einnig til eftirlits með almennri umgengni á lóðum einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.