Eiturefnaeftirlit

Heilbrigðiseftirlitinu er ætlað að fylgja eftir ákvæðum eiturefnalaga og sjá til þess að öll eiturefni og hættuleg efni séu merkt í samræmi við reglugerðir þar um og að dreifing þeirra og förgun sé í samræmi við reglugerðir með það í huga að þau valdi hvorki heilsufarslegum skaða né hafi skaðleg áhrif á umhverfið. Undir þennan flokk falla einnig snyrtivörur.