Á fundinn komu Eiríkur Haukur Hauksson og Hólmgrímur Bjarnarson endurskoðandi. Voru þeir boðnir velkomnir á fund bæjarráðs af formanni.
Á síðasta fundi var lagt fram bréf stjórnar frá 22. nóvember. Þar kemur fram að lagt sé til að þjónustugjald verði óbreytt frá fyrra ári, fyrir árið 2014. Gjaldið hefur verið innheimt fyrir hvern íbúa á Ólafsfirði.
Fram kom að erindi þeirra var tvíþætt.
1. Endurskipulagning á rekstri rekstri Flokkunar að upphæð kr. 1.6 m.kr af 50 m.kr. hlutafjáraukningu. Þetta framlag er í samræmi við hlutafjáreign bæjarfélagsins.
2. Hækkun á þjónustugjaldi þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir heildaríbúatölu bæjarfélagsins. Um er að ræða hækkun sem nemur íbúatölu Siglufjarðar og er sá hlutur um 1.0 m.kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukning hlutafjár verði samþykkt til að endurskipulagningin nái fram að ganga.
Bæjarráð leggur áherslu á að full samstaða náist um hlutafjáraukningu hjá núverandi hluthöfum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja umræddar fjárhæðir inn í áætlun ársins.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.