Brúðkaup, fjórða sýning

Í kvöld sýnir Leikfélag Fjallabyggðar leikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson. Þetta er fjórða sýning en fullt hefur verið út úr dyrum á fyrstu þremur sýningum. 
Leikritið hefur fengið ákafalega góðar viðtökur og leikhúsgestir hafa verið yfir sig hrifnir af uppfærslu leikfélagsins á þessu verki Guðmundar.
Leikritið er meinfyndið og kítlar hláturtaugarnar jafnvel þannig að tárakirtlanir fá líka að reyna á sig.
Það ætti engin íbúi Fjallabyggðar að láta þetta fram hjá sér fara og ekki eingöngu vegna þess að leikritið er skemmtilegt heldur enning til að styðja við bakið á þessu frábæra fólki sem kemur fram í sýningunni og þeim sem að baki þeim standa.  Í sameiningu myndar allt þetta fólk Leikfélag Fjallabyggðar sem ber titilinn Bæjarlistamaður/hópur Fjallabyggðar 2014.
Til hamingu með frábæra sýningu.