Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Garður 2A - Flokkur 1,

Málsnúmer 2309080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Lögð fram umsókn um byggingarheimild dagsett 20. september 2023 þar sem Bjarni Þór Einarsson sækir um byggingarheimild f.h. Sveinu Guðbjargar Ragnarsdóttur. Sótt er um heimild til að byggja 25,3 fm viðbyggingu norðan við íbúðarhúsið á Garði 2A í Ólafsfirði þar sem áður stóð geymsla. Einnig lagðir fram aðal- og séruppdrættir ásamt skráningartöflu og starfsábyrgðartryggingu hönnuða.
Samþykkt
Erindi samþykkt.