Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2309076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 03.11.2023

Yfirlit umsókna um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar, umsóknunum vísað til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og umsagnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15.11.2023

Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða í Fjallabyggð 2024 teknar til umfjöllunar og umsagnar.
Vísað til bæjarráðs
Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar styrkjum til hátíðarhalda í upphafi nýs árs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um hátíðarhöld og stærri viðburði 2024 til umsagnar. Umsögn vísað til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um hátíðahöld og stærri viðburði í Fjallabyggð. Í ljósi áeggjan nefndarinnar um að minnka styrki til hátíða sem fengu styrki á líðandi ári þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn endurskoðun á reglum um úthlutanir styrkja vegna hátíðahalda og stærri viðburða í Fjallabyggð árið 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.