Uppfærsla fornleifaskráningar í Hólsdal

Málsnúmer 2305047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lögð fram kostnaðaráætlun frá Ástu Hermannsdóttur hjá fornleifadeild Byggðarsafns Skagfirðinga vegna uppfærslu á skráningu fornleifa í Hólsdal.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir að farið verði í uppfærslu á fornleifaskráningu vegna mögulegs vegsvæðis að Fljótagöngum í Hólsdal. Kostnaðaráætlun er vísað til samþykkis bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lagt er fram tilboð fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga vegna uppfærslu fornleifaskráningar í Hólsdal. Verkefnið tengist fyrirhugaðri veglínu og staðsetningu gangnamuna. Einnig lagður fram viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2023 þar sem fjárheimildir 09290-4391 eru auknar um kr. 1.850.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Byggðasafns Skagfirðinga um skráningu fornminja í Hólsdal vegna mögulegs vegstæðis Fljótaganga. Bæjarráð samþykkir einnig framlagðan viðauka nr. 9.