Óveruleg breyting á deiliskipulagi malarvallarins

Málsnúmer 2302072

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Lögð fram beiðni Falk Kruger arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi malarvallarins þar sem hámarksbyggingarmagn er aukið um 50fm á öllum lóðum og færslu á suðurlínu byggingarreita um 0,5m til suðurs á lóðum Vallarbrautar 2,4 og 6. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur með ofantöldum breytingum.
Erindi samþykkt. Breytingin verður afgreidd í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.