Innleiðing á OneLandRobot

Málsnúmer 2302047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21.02.2023

Lagður fram útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir kaupum og innleiðingu á OneLandRobot, sem er ný útgáfa hugbúnaðarlausnar frá One sem vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli viðkomandi sveitarfélags og umsækjenda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 09510-4346 (Hugbúnaðarleiga) auknar um kr. 2.100.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Visað frá 779. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagður fram útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir kaupum og innleiðingu á OneLandRobot, sem er ný útgáfa hugbúnaðarlausnar frá One sem vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli viðkomandi sveitarfélags og umsækjenda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 09510-4346 (Hugbúnaðarleiga) auknar um kr. 2.100.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Arnar Þór Stefánsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 6 atkvæðum.