Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 2302018

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 22.02.2023

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr.1200/2014 hefur Umhverfisstofnun eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í höfnum, tilkynningum um úrgang, áætlunum hafna og að til staðar sé aðstaða fyrir móttöku úrgangs. Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum með því að tryggja aðstöðu í höfnum til að taka við úrgangi frá skipum.

Eftirlit samkvæmt 1. mgr. 5.gr. með höfnum Fjallabyggðar verður framkvæmt á vormánuðum.
Lagt fram til kynningar
Góð umræða var á fundinum varðandi fyrirkomulag á móttöku úrgangs og flokkun á hafnarsvæðum Fjallabyggðarhafna.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 141. fundur - 16.11.2023

Lagðar fram eftirlitsskýrslur frá Umhverfisstofnun vegna móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með niðurstöður eftirlitsins þar sem engar athugasemdir voru gerðar.