Beiðni um styrk - fasteignagjöld

Málsnúmer 1806019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 560. fundur - 14.06.2018

Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Elínu Halldórsdóttur deildarstjóra Eyjafjarðardeildar Rauða kross Íslands um styrk vegna fasteignagjalda vegna Aðalgötu 32.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi og bendir Rauða krossinum á að sækja þarf sérstaklega um styrk til niðurfellingar á fasteignaskatti á haustin og er það auglýst með góðum fyrirvara.