Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015

Málsnúmer 1503004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 þar sem úthlutun frítíma og reglur fyrir íþróttamiðstöð Fjallabyggðar var til umræðu var óskað eftir yfirliti um nýtingu tíma hjá félögum.

    Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir yfirlit um notkun á tímum í íþróttasal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Skeljungs um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar í Fjallabyggð svo uppfylla megi makaskiptasamning frá 2008.

    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu að staðsetningu lóða fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs í Ólafsfirði og á Siglufirði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt þessa tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram samkomulag sem gert var við kaupendur að Bylgjubyggð 63 Ólafsfirði, vegna skemmda á baðherbergi.

    Bæjarráð samþykkir samkomulagið og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram ársskýrsla slökkviliðsstjóra um starfsemi Slökkviliðs Fjallabyggðar 2014.

    Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs dagsett 4 mars 2015, þar sem formlega er farið fram á að Ofanflóðasjóður komi að hlutdeild í kostun á færslu skíðasvæðisins í Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015, var lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkti að senda fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nánari forsendum fyrir úthlutun.

    Í svari Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2015, er farið yfir forsendur framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sérstakra reglugerða.

    Bæjarráð þakkar greinargóð svör.

    Jafnframt vill bæjarráð að eftirfarandi sé kannað:
    1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs.
    2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.

    Bæjarráð óskar eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 7. fundur Atvinnumálanefndar frá 4. mars 2015, lagði til við bæjarráð að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, um mánaðarmótin september/október 2015 og að skipaður verði starfshópur til að undirbúa slíkt þing.

    Í minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa kemur fram nánari útfærsla á hugmyndinni um fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, framkvæmd, markmið og áætlaður kostnaður.

    Bæjarráð lítur jákvætt á málið og óskar eftir nánari hugmyndum atvinnumálanefndar að útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015, var tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 18. febrúar 2015, vegna fjárhagslegs uppgjörs á málefnum fatlaðra SFNV til aðildarsveitarfélaga.
    Til grundvallar var greinargerð um skiptingu eignarhluta SFNV.

    Bæjarráð óskaði eftir nánari upplýsingum um forsendur skiptingar.

    Svör við fyrirspurn liggja nú fyrir, dagsett 3. mars 2015.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagslegt uppgjör.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 66. fundi hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, var lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.

    Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og lagði til að valin yrði tillaga 3 og að hönnun verði sett á fullt.

    Bæjarráð tekur undir samþykkt hafnarstjórnar um val á tillögu 3.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu 3 um endurnýjun bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju).
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 66. fundur hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, samþykkti að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak. Deildarstjóra tæknideildar var falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig var hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þátttöku ríkisins í verkefninu.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið til formlegrar afgreiðslu þegar þátttaka ríkisins í verkefninu liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 lagður fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar, 11. mars 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með forstjóra Íslenska gámafélagsins, en ÍG sér um sorphirðu í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram bréf og uppdráttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu innan sveitarfélagsins.

    179. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 4. mars 2015, gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Í erindi frá Ríkiskaupum frá 2. mars 2015, er kannaður vilji bæjarfélagsins til áframhaldandi aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2015.

    Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, dagsett 25. febrúar 2015, varðandi sjálfboðaliðahópa næsta sumar í hreinsun og önnur tilfallandi verkefni í bæjarfélaginu næsta sumar.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi.
    Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
    Stofnaðilar 2011, voru yfir 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög á Norðurlandi.

    Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

    Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi komi á fund bæjarráðs og kynni verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar, dagsett 24. febrúar 2015.
    Í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018, er lagt til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi afmælisins.

    Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram til kynningar umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið, einnig áfangaskýrsla um almenningssamgöngur. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram kynningarbréf um sýninguna MATUR-INN 2015 sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að áframsenda erindið á viðeigandi aðila innan Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Boðun XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. apríl 2015, í Kópavogi.

    Fulltrúar bæjarfélagsins verða Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs og Kristinn Kristjánsson varaformaður bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Erindi sent til allra aðildarhafna frá Hafnasambandi Íslands, þar sem óskað er eftir áætluðum kostnaði hafnasjóða við viðhald og nýframkvæmdir næstu árin. Hafnarsambandið mun nýta þessar upplýsingar til að færa rök fyrir nauðsyn þess að auka þurfi fjármagn til hafnaframkvæmda í samgönguáætlun sem innanríkisráðuneytið vinnur nú að.

    Bæjarráð felur hafnarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 826. fundar Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.