Norrænt vinabæjasamstarf

Málsnúmer 1105136

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Seinasta vinabæjarmót, Karlskrona í Svíþjóð, Horten í Noregi, Lovisa í Finnlandi og Ólafsfjarðarkaupstaðar frá fyrri tíð, var haldið í Svíþjóð 2010.
Þá var til umræðu framtíð vinabæjasamstarfsins og hlutverk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við formenn norrænu félaganna í sveitarfélaginu um sýn þeirra á aðkomu sveitarfélagsins að núverandi vinabæjasamstarfi.