Forgangsröðun

Málsnúmer 1011125

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 02.03.2011

Farið var yfir forgangsröðun verkefna að mati fundarmanna en tæknideild bæjarfélagsins og hafnarstjóri munu fara yfir verkefni er snúa að höfnum bæjarfélagsins í næstu viku.

Þau verk sem eru til skoðunar fram að sumri.

1. Löndunarkrani verði settur upp.

2. Vog verði sett upp á sama tíma og kraninn verður kominn.

3. Ráðist verði í umhverfisátak á hafnarsvæðum bæjarfélagsins.

4. Lögð er áhersla á að Umhverfisstefna bæjarfélagsins verði unnin fyrir sumarbyrjun.

5. Sorphirðumál á hafnarsvæði.  Hafnarstjórn leggur mikla áherslu á að gámarnir eru fyrir viðskiptamenn hafnarinnar en ekki fyrir önnur fyrirtæki bæjarfélagsins eða heimilissorp.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að þetta vandamál verði kynnt á heimasíðu bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn telur rétt að sett verði upp viðvörunarskilti við gámana er varðar losun og aðra umgengni.
 

Samþykkt samróma.