Laugardaginn 6. mars kl. 20.00 flytur hljómsveitin Steinalda kammerverkið Stígur hún við stokkinn - óður til Landvættanna eftir Guðmund Stein Gunnarsson.
Hljómsveitina skipa Þórunn Björnsdóttir - Blístra, Steinunn Vala Pálsdóttir - Pípa, Ásthildur Ákadóttir - Hljómbyrði, Óskar Magnússon - Strengir, Páll Ivan frá Eiðum - Slagbrandur og
Andrés Þór Þorvarðarson - Höggormur.
Tónleikar - Steinalda.
Stígur hún við stokkinn - óður til landvættanna er umfangsmikil tónsmíð fyrir 6 hljóðfæri eftir tónskáldið Guðmund Stein Gunnarsson. Það vinnur með tilraunakennda hreyfinótnaskrift á tölvuskjá, sambland hefðbundinna hljóðfæra og fundinnaa hluta. Hlutir úr endurvinnslu tunnunni fá ný hlutverk við hliðina á fínum hljóðfærum, fornum hljóðfærum og rafgerflum. Verkið vinnur jafnframt með fornar tónstillingar úr smiðju Pýþagórasar. Þannig mætast fræði Einars Pálssonar og tilraunatónlist. Áhugi höfundar á rímnakveðskap er sjaldan langt í burtu líkt og í óperunni Einvaldsóður sem byggir á samnefndu ljóði Skagfirska 17. aldar skáldsins sr. Guðmundar Erlendssonar. Einnig ritaði Guðmundur nótur fyrir ritið Segulbönd Iðunnar og sækir því gjarnan í Siglufjörð sem er orðinn nokkurs konar miðpunktur þjóðlagatónlistar á Íslandi.