Um heilsueflandi samfélag

Fjallabyggð er eitt af þeim sveitarfélögum sem undirritað hefur samstarfssamning við Embætti landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. 

Í stýrihópi um heilsueflandi samfélag Fjallabyggðar sitja:

Heilsugæslan: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Eldri borgarar: Björn Þór Ólafsson, s. 8998270, btho@simnet.is
UÍF: Þórarinn Hannesson, s. 8656543, toti@mtr.is
GF og LF: María Bjarney Leifsdóttir, s. 6632969, maja@fjallaskolar.is
Fjallabyggð: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri FFM, s. 8445819, rikey@fjallabyggd.is
 

Samningurinn er aðgengilegur til lestrar hér.

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í Heilsueflandi samfélagi er unnið markvisst lýðheilsustarf með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu.

Meginmarkið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Fjallabyggð.

Leiðarljós Heilsueflandi samfélags:

 • Virk þátttaka samfélagsins í heild með aðkomu lykilhagsmunaaðila.
 • Starfið byggir á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.
 • Valda ekki skaða (do no harm) með því að huga ávallt að áhrifum starfsins á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan allra íbúa.
 • Jöfnuður til heilsu með almennum aðgerðum og aðgerðum sem taka tillit til viðkvæmra hópa.
 • Sjálfbærni, skipuleggja starfið og leggja grunninn að árangri til lengri tíma litið.

Fjallabyggð:

 • Ber ábyrgð á starfinu og vinnur í samræmi við meginmarkmið og leiðarljós HSAM samanber 1. grein.
 • Tilnefnir tengilið við EL og stuðlar að virku starfi og reglulegri aðkomu lykilhagsmunaaðila með því að hafa starfandi stýrihóp, og eftir þörfum aðra samráðshópa, sem hittast reglulega og horfa heildstætt á málin m.t.t. ólíkra þarfa allra íbúa.
 • Setur fram stefnu, markmið og aðgerðaáætlun og metur árangur og framvindu starfsins.
 • Notar vinnusvæðið heilsueflandi.is og leggur þannig til gögn í árlega skýrslu um stöðu og framvindu starfsins. 

Embætti landlæknis:

 • Styður við starfið m.a. með ráðgjöf, auðkennisefni, gátlistum fyrir helstu áhersluþætti HSAM og útgáfu lýðheilsuvísa.
 • Leggur til vinnusvæðið heilsueflandi.is sem m.a. útbýr árlegar skýrslur um stöðu og framvindu starfsins.

Allar frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins.

Fréttir

Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Nýárskveðja

Nýárskveðja Heilsueflandi Fjallabyggð óskar íbúum Fjallabyggðar gleðilegs nýs árs. Stýrihópur Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð hvetur íbúa til að hlúa að heilsu sinni og heilbrigði á nýju ári sem endranær. Einnig hvetur stýrihópurinn stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að horfa til heilsueflingar starfsmanna á nýju ári. Á vef Embættis landlæknis má finna bækling um heilsueflingu á vinnustöðum.
Lesa meira

Viltu læra boltanudd?

Boltanudd er góð leið til að vinna sjálfur á bólguhnútum og þreyttum vöðvum. Heilsueflandi Fjallabyggð býður íbúum á stutt námskeið í boltanuddi. Þriðjudaginn 3. desember kl. 17:15 í íþróttasal Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu Laugardaginn 7. desember kl. 10:00 í íþróttahúsinu Ólafsfirði Hvort námskeið er áætlað 45 mín. Í flestum tilfellum er nóg að mæta á annað námskeiðið en fólk er velkomið á bæði. Leiðbeinandi er Guðrún Ósk Gestsdóttir ÍAK einkaþjálfari.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Lesa meira

Undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 11. júní sl. var samningur milli Fjallabyggðar og Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag undirritaður. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar og Alma D. Möller landlæknir undirritaði fyrir hönd Embætti landlæknis.
Lesa meira