Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Fjallabyggðar - 690

Haldinn í fjarfundi,
30.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Helgadóttir formaður, D lista,
Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista,
Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista,
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála,
Elías Pétursson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála


Dagskrá: 
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1. 1710102 - Búfjárhald að Flugvallarvegi 2, Siglufirði
Lögð fram drög að breytingum á samþykktum um búfjárhald í Fjallabyggð ásamt vinnuskjali tæknifulltrúa, dags. 25.03.2021.
Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að endurskoða samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð.
 
2. 2103062 - Trúnaðarmál - námsleyfi
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
 
3. 2103065 - Trúnaðarmál
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
 
4. 2101031 - Trúnaðarmál
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
 
5. 2103020 - Raforka - Samningur
Á 687. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra varðandi drög að viðauka við Raforkusölusamning Orkusölunnar við Fjallabyggð, dags. 12.08.2016.

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 26.03.2021 þar sem lagt er til að bæjarráð heimili bæjarstjóra að undirrita viðauka við samning sveitarfélagsins við Orkusöluna. Jafnframt leggur bæjarstjóri til við bæjarráð að deildarstjóra tæknideildar verði falið að undirbúa útboð á raforkukaupum sem fram fari í aðdraganda þess að samningur rennur út, þ.e. haustið 2022.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita viðaukann og felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa útboð á raforkukaupum í aðdraganda samningsloka, haustið 2022.
 
Ýmis erindi
6. 2103048 - Aðild að neðra fótboltasvæði á hóli - GKS
Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Hóli, sama svæði og á árunum 2019 og 2020, fyrir kennslu barna og unglinga.

Einnig er óskað eftir aðstoð við slátt á svæðinu þrisvar yfir afnotatímann eða styrk til þess að slá svæðið.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 25.03.2021.

Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af svæðinu líkt og undanfarin sumur. Fjallabyggð mun sjá um slátt á svæðinu þrisvar sinnum yfir tímabilið og mun kostnaður við sláttinn verða færður sem styrkur á Golfklúbb Siglufjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS og leggja fyrir bæjarráð.
 
7. 2103054 - Umsókn um rekstrarleyfi - Edduheimar ehf v/ Hafnarkaffis.
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir Hafnarkaffi Gránugötu 5b - Flokkur III - Umfangsmiklir áfengisveitingastaðir. Umsækjandi er Edduheimar ehf kt. 520204-3260, Flókagata 16a, 105 Reykjavík.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti.
 
8. 2010028 - Umsókn um styrk úr bæjarsjóði - Golfklúbbur Siglufjarðar
Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna synjunar á umsókn um styrk úr bæjarsjóði. Einnig lagt fram undirritað svarbréf til Golfklúbbs Siglufjarðar um synjun styrks, dags. 15.01.2020.
Bæjarráð þakkar erindið en samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga er frestur til að óska eftir rökstuðningi liðinn.
Úthlutun menningastyrkja 2021 - GKS.pdf
 
Til kynningar
9. 2103056 - Ársþing SSNE 2021
Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 19.03.2021 þar sem fram kemur að Ársþing SSNE 2021 verður haldið 16. og 17. apríl næstkomandi. Vegna samkomutakmarkana verður þingið rafrænt. Þingið verður sett kl 09:00 á föstudeginum og þinglok eru ráðgerð kl 11:30 á laugardegi.

 
10. 2012028 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Lögð fram til kynningar 12. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 til ráðgefandi aðila, dags. 25.03.2021.
Stöðuskýrsla nr. 11 uppbyggingarteymis 25.3.2021 - RA (002).pdf
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta