Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 1. apríl 2020

Haldinn í fjarfundi,
01.04.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ólafur Stefánsson formaður, D lista,
Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista,
Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista,
Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista,
Ægir Bergsson varaformaður I lista,
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.


Dagskrá: 
Til kynningar
1. 2003075 - Ársskýrsla 2019. Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar
Drög að ársskýrslu Bókasafns-, Héraðsskjalasafns- og Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2019 lögð fram til kynningar.
Fram kemur í skýrslunni að útlán bóka á starfsstöðinni á Siglufirði hefur dregist saman frá árinu 2018 en aukning er í útlánum bóka á starfsstöðinni í Ólafsfirði. Þá hefur gestakomum á safnið einnig fækkað frá árinu á undan. Árið 2019 voru gestakomur 10.299 en á árinu 2018 voru þær 12.288. Gestir upplýsingamiðstöðvar eru ekki inni í þessum tölum. Í skýrslunni kemur einnig fram að mikið hefur áunnist á árinu varðandi aðstöðu og búnað héraðsskjalasafnsins.
Alls komu 2577 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það töluverð fækkun frá 2018 en þá sóttu 3860 ferðamenn hana heim. Í Ólafsfirði komu 160 ferðamenn í upplýsingamiðstöðina þar sem er einnig fækkun frá árinu 2018 en þá voru þeir 302.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðukonu Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar fyrir greinargóða ársskýrslu. Lokaútgáfa skýrslunnar verður birt á vef Fjallabyggðar.
2. 1911045 - Barnamenningardagar í Fjallabyggð
Fyrirhugað er að halda Barnamenningardaga í Fjallabyggð á þessu ári. Til stóð að halda þá í lok maí en ljóst er að af því verður ekki og hefur þeim verið frestað fram á haustið, líklegast verða þeir haldnir í október. Barnamenningardagar verða haldnir í samstarfi við leik-, grunn- og tónlistarskóla, listamenn, menningaraðila og söfn í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti áform og undirbúning fyrir fundarmönnum en meðal annars hefur verið sótt um styrk til Barnamenningarsjóðs Íslands fyrir verkefnið. Markaðs- og menningarnefnd fagnar áformum um Barnamenningardaga í Fjallabyggð.
3. 1801060 - Vefsvæði_Aukasíður Fjallabyggðar
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum nýtt vefsvæði Listasafns Fjallabyggðar en mikil vinna er fólgin í því að taka myndir af listaverkum, skrá þau og setja upp vefinn. Stefnt er að því að setja vefinn í birtingu í sumarbyrjun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta