Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 6. nóvember 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
06.11.2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Tómas Atli Einarsson formaður, D lista,
Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista,
Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista,
Ægir Bergsson aðalmaður, I lista,
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar


Dagskrá: 
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1. 1902016 - Markaðssetning hafnar
Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir þau markaðsmál sem hún hefur unnið að fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn felur Anítu Elefsen að sækja aðalfund Cruise Europe sem haldinn verður í Edinburgh 16. - 19. mars 2020.
2. 1910029 - Fjárhagsáætlun 2020
Hafnarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
3. 1909051 - Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2019 - 2020
Hafnarstjóri fór yfir viðhaldsáætlun Fjallabyggðarhafna fyrir árið 2020.
Fram komu ábendingar um endurbætur á lýsingu á hafnarsvæði vestan við Hafnarbryggju.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögur.
4. 1911005 - Gjaldskrár 2020
Erindi frestað til næsta fundar.
5. 1902009 - Aflatölur 2019
Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 4. nóvember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
2019 Siglufjörður 22412 tonn í 1715 löndunum.
2019 Ólafsfjörður 363 tonn í 349 löndunum.
2018 Siglufjörður 19390 tonn í 1672 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 420 tonn í 426 löndunum.
6. 1911007 - Koma skemmtiferðaskipa 2020
Nú þegar eru bókaðar 25 komur skemmtiferðaskipa árið 2020.
7. 1911006 - Sorphirða á hafnarsvæðum
Hafnarstjóri fór yfir sorphirðumál á hafnarsvæðum.
8. 1910031 - Trúnaðarmál - starfsmannamál
Bókun færð í trúnaðarbók.
9. 1908012 - Trúnaðarmál - starfsmannamál
Bókun færð í trúnaðarbók.
Fundargerðir til kynningar
10. 1901025 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019
Lagt fram til kynningar.
11. 1904065 - Fundargerðir Siglingaráðs
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta