Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 6. nóvember 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
06.11.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista,
Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista,
Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista,
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar,
Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi
Brynja Hafsteinsdóttir boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1908032 - Deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði
Lagðar fram umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar deiliskipulags íþróttasvæðisins í Ólafsfirði. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Tæknideild falið að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum drög að deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1909013 - Umsókn um byggingarleyfi-bílskúr á Ólafsvegi 48
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr á Ólafsvegi 48 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Erindi samþykkt.
3. 1909024 - Umsókn um stækkun lóðar við Hólaveg 27 Siglufirði
Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að Hólavegi nr. 31. Einnig lagt fram erindi húseiganda Hólavegs 31 dagsett 28. október 2019 þar sem fram kemur að eigandi hafi lagt til kostnað og vinnu við lagfæringu á bakka og bílastæði á óúthlutuðu landi sem um ræðir og óskar jafnframt eftir að sá hluti lóðar verði hluti af nýjum lóðarleigusamningi fyrir Hólaveg 31.
Erindi frestað.
4. 1908030 - Vegur við varnargarðinn norðan Ránargötu
Tillaga að lokun vegar milli Túngötu 40 og öldubrjóts var grenndarkynnt húseigendum aðliggjandi lóða frá 24. september - 25. október sl. Ein athugasemd barst frá Jóni Helga Ingimarssyni f.h. Nýverks sf. dags. 12.október 2019.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdina en bendir á að vegslóðinn sem um ræðir er ekki skilgreindur í vegakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að loka vegslóðanum og leggur til að þar verði gerður göngustígur.
5. 1910106 - Umsókn um stöðuleyfi - tjald við golfskála
Lögð fram umsókn dags. 21. október 2019 þar sem Björgvin Björgvinsson f.h. Viking Heliskiing ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tjald til að geyma þyrlur við golfskálann á Siglufirði frá 1. janúar 2020 - 10. júní 2020.
Erindi samþykkt.
6. 1910096 - Hraðahindranir á Hvanneyrarbraut
Lagt fram erindi Þorsteins Sveinssonar dags. 24. október 2019 þar sem óskað er eftir að tekið verði fyrir mál er varðar hraðahindranir á Hvanneyrarbraut norður frá innkeyrslu inn í bæinn og einnig að kannað verði að setja hraðahindrun sunnan við sundhöll til að koma megi í veg fyrir hraðakstur fram hjá henni.
Nefndin þakkar fyrir erindið og felur deildarstjóra tæknideildar að bera þetta upp á næsta fundi með Vegagerðinni.
7. 1910147 - Skil á lóðinni Bakkabyggð 8, Ólafsfirði
Lagður fram tölvupóstur dags. 17.7.2019 þar sem Ólafur M. Jóakimsson skilar inn lóðinni Bakkabyggð 8.
Lóðin Bakkabyggð 8 er þá laus til úthlutunar.
8. 1911002 - Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð
Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
9. 1911008 - Óþrifnaður við Hól vegna lausagöngu hunda
Lagt fram erindi Brynju Hafsteinsdóttur f.h. UÍF þar sem óskað er eftir því að sett verði upp skilti við Hól þar sem hundaeigendur eru minntir á að taka allan óþrifnað með sér.
Nefndin samþykkir að setja auglýsingu í Tunnuna þar sem hundaeigendur eru minntir á að hreinsa upp eftir hunda sína.
10. 1909075 - Umsókn um lóðarleigusamning og skráningu sæluhússins við Aðalgötu 22 Siglufirði
Lagt fram erindi eigenda Sæluhússins við Aðalgötu 22 á Siglufirði dagsett 4. nóvember 2019. Óskað er eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. október 2019. Teikningar og skráningartafla eru til í gagnasafni sveitarfélagsins.
Tæknideild falið að ganga frá lóðarleigusamning við Guðnýju Róbertsdóttur og Örlyg Kristfinnsson vegna Aðalgötu 22 og skrá sæluhúsið hjá Þjóðskrá í framhaldi af því.
11. 1911004 - Staða umferðaröryggisáætlunar Fjallabyggðar
Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu umferðaröryggisáætlunar Fjallabyggðar frá 2013.
12. 1911009 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Lögð fram umsókn Bjarna Guðmundssonar um stöðuleyfi fyrir gám f.h. Kaffi Klöru ehf. Gámurinn verður staðsettur á lóð Kaffi Klöru, sunnan við Kjörbúðina skv. meðfylgjandi mynd.
Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi á þessum stað en bendir á svæði fyrir gáma sem staðsett er við Vesturstíg.
13. 1911003 - Eftirfylgni mála skipulags- og umhverfisnefndar
Erindi frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til bakaPrenta