Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
07.10.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista,
Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista,
Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista,
Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista,
Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll og Tómas Atli Einarsson sat fundinn í hans stað.
Diljá Helgadóttir boðaði forföll og Þorgeir Bjarnason sat fundinn í hennar stað.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910008 - Trúnaðarmál
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
2. 1910001 - Fyrirspurn varðandi flot í sundlaugum Fjallabyggðar
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Erindi barst frá Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir afnotum af sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið sem lögð yrði fram á næsta fundi nefndarinnar.
3. 1910010 - Umsókn um æfingatíma í líkamsrækt
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Umsókn barst frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar um æfingartíma í líkamsrækt fyrir eldri iðkendur félagsins. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsókn um æfingatíma í líkamsrækt með því skilyrði að iðkendur uppfylli reglur um aldurstakmark í líkamsræktarstöð íþróttamiðstöðvar.
Til kynningar
4. 1905017 - Vinnuskóli 2019
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva og vinnuskóla sat undir þessum lið. Forstöðumaður fór yfir starf Vinnuskólans síðastliðið sumar. Starfið gekk vel og var innan fjárheimilda.
5. 1908058 - Vetraropnun íþróttamiðstöðva 2019-2020
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Forstöðumaður leggur til að opnunartími sundlauga verði lengdur til 20:30 á þriðjudögum og fimmtudögum á Siglufirði og til kl. 20:00 á Ólafsfirði. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns.
6. 1910009 - Samstarf íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð og á Dalvík
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Forstöðumaður íþróttamiðstöðva og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar óska eftir að komið verði á formlegu samstarfi milli sveitarfélaganna með þeim hætti að þeir sem eiga gild tímabilskort hjá annarri íþróttamiðstöðinni, geti fengið aðgang að rækt og/eða sundi í allt að tvö skipti á viku á hvorum stað.

Að auki verði tímabundinn aðgangur fyrir korthafa þegar annar aðilinn er með lokað vegna viðhalds eða þrifa.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu um samstarf fyrir sitt leyti.
7. 1910005 - Samningur um sveigjanleg skólaskil
Samningur Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og Fjallabyggðar um sveigjanleg skólaskil grunnskólanemenda lagður fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
8. 1910003 - Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna
Lagt fram til kynningar.
9. 1910006 - Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslurmála
Drög að nýjum reglum um úthlutun fræðslustyrkja Fjallabyggðar lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að afnema einstaka frístundastyrki og framlag til ÚÍF verði hækkað sem því nemur. Formanni fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við niðurstöðu fundarins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta