Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
04.09.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista,
Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista,
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista,
Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista,
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar,
Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1907038 - Viðbrög Minjastofnuna vegna seltófta sunnan Selgils
Nefndarmenn byrjuðu fundinn á vettvangsferð við Selgil.
Nefndin óskar eftir aðstoð Minjastofnunar um nánari staðsetningu tiltekinna fornleifa vegna úrvinnslu málsins.
 
2. 1906025 - Tjarnargata 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Tjarnargötu 12 sem er hluti af deiliskipulagi hafnarsvæðis frá 15.4.1998. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits að hluta til austurs og settir fram skilmálar um hámarkshæð og nýtingarhlutfall. Engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna sem grenndarkynnt var aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu og felur tæknideild afgreiðslu málsins í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3. 1908032 - Deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði
Lögð fram skipulagslýsing sem er upphaf vinnu við deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði.
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
 
4. 1907032 - Umsókn um stöðuleyfi vegna stýrishúss
Lögð fram að nýju umsókn Síldarminjasafns Íslands um stöðuleyfi fyrir stýrishús á lóðinni Snorragötu 20.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi stýrishúss á lóð Síldarminjasafnsins.
 
5. 1908031 - Mararbyggð 41 - umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn dagsett 19. ágúst 2019 þar sem Ármann V. Sigurðsson og Elín S. Friðriksdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Mararbyggð 41 í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.
 
6. 1908028 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 16. ágúst 2019 þar sem Röggur fasteignafélag ehf. sækir um leyfi til að skrá íbúðir í húsi við Eyrargötu 27 á tvö fastanúmer. Í dag eru íbúðirnar skráðar á eitt fastanúmer.
Erindi samþykkt.
 
7. 1909013 - Umsókn um byggingarleyfi-bílskúr á Ólafsvegi 48
Lögð fram umsókn dagsett 3.september 2019 þar sem Rúnar Gunnarsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Ólafsveg 48 auk stækkun lóðar um 8 metra til austurs.
Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu er tæknideild falið að grenndarkynna tillöguna aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
8. 1908042 - Lyftuskúr og stækkun flatar í Tindaöxl
Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar f.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar dagsett 20. ágúst 2019. Óskað er eftir leyfi til að stækka flöt sem hefur verið notuð sem marksvæði/leikvangur í skíðagöngubraut félagsins undanfarin ár. Einnig er óskað eftir leyfi til að reisa nýjan lyftuskúr við toglyftuna í Tindaöxl skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin samþykkir leyfi til að reisa nýjan lyftuskúr en óskar eftir nánari upplýsingum um framkvæmd til stækkunnar marksvæðis göngubrautar.
 
9. 1908016 - Skógrækt Menntaskólans á Tröllaskaga
Lagt fram að nýju erindi Láru Stefánsdóttur f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem óskað er eftir framtíðarsvæði nærri skólanum til gróðursetningar.
Nefndin fagnar frumkvæði MTR að kolefnisjöfnun í Fjallabyggð og leggur til að MTR gróðursetji á gönguskíðasvæði í samráði við Skógræktarfélag og Skíðafélag Ólafsfjarðar.
 
10. 1908030 - Vegur við varnargarðinn norðan Ránargötu
Lagt fram erindi Gests Þórs Guðmundssonar þar sem hann bendir á illa farinn veg meðfram sjóvarnargarði norðan Ránargötu á Siglufirði. Lagt er til að vegurinn verði lokaður og breytt í göngustíg.
Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna hugmynd að lokun götunnar fyrir aðliggjandi byggð.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til bakaPrenta