Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
12.08.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista,
Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista,
Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista,
Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista,
Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála


Dagskrá: 
Til kynningar
1. 1803067 - Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018
Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Áfram verður unnið að umbótum samkvæmt umbótaáætlun og mun ráðuneytið kalla eftir stöðu umbóta í maí 2020.
2. 1908009 - Skólabyrjun leikskólans 2019-2020
Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar fór yfir skólabyrjun á þessu skólaári en fyrsti dagur eftir sumarfrí var 6. ágúst.
3. 1604017 - Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar
Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Unnið hefur verið að umbótum í kjölfar ytra mats síðan árið 2016 og er nú öllum umbótaþáttum í áætluninni lokið. Ekki verður um frekari eftirfylgni að ræða frá ráðuneytinu.
4. 1907001 - Breyting á stjórnun Grunnskóla Fjallabyggðar
Aðstoðarskólastjóri sagði starfi sínu lausu í sumar. Breyting var gerð á stjórnun grunnskólans og verða tveir deildarstjórar ráðnir í stað aðstoðarskólastjóra. Þeir munu hafa aðsetur í sitt hvorri starfsstöðinni.
5. 1908008 - Skólabyrjun grunnskólans 2019-2020
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir skólabyrjun á þessu skólaári en skólasetning verður með hefðbundnum hætti 23. ágúst nk.
6. 1907040 - Sérfræðiaðstoð Tröppu. Stöðuskýrsla sumar 2019
Í janúar sl. hófst vinna við endurgerð sýnar og stefnu grunnskólans í samstarfi við Tröppu ehf. Skýrsla um stöðu verkefnis var lögð fram til kynningar.
7. 1908011 - Samingur um skóla- og frístundaakstur 2019-2022
Samningur við Suðurleiðir ehf. um skóla- og frístundaakstur 2019-2022 var lagður fram til kynningar. Samið er til þriggja ára og tekur nýr samningur gildi 20. ágúst nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta