Fundargerðir

Til bakaPrenta
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
06.02.2019 og hófst hann kl. 15:15
Fundinn sátu: Birna Björk Heimisdóttir aðalmaður,
Helgi Már Kjartansson aðalmaður,
Ronja Helgadóttir aðalmaður,
Jón Pétur Erlingsson aðalmaður,
Dagný Lára Heiðarsdóttir aðalmaður,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála


Dagskrá: 
Til kynningar
1. 1901080 - Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2019
Breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva varðandi aðgang unglinga að líkamsrækt og nemaafslátt kynntar fyrir Ungmennaráði. Ungmennaráð fagnar þessum breytingum.
2. 1611062 - Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur
Farið yfir reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Um síðustu áramót hækkuðu styrkir úr 30.000 kr í 32.500 kr. Ungmennaráð fagnar því að styrkurinn hafi hækkað um síðustu áramót og vonar að hann muni hækka meira á næstu árum. Ungmennaráð segir að barnmörgum fjölskyldum muni verulega um að geta nýtt frístundaávísanir við greiðslu á tónlistarnámi og íþróttaiðkun barna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta