Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
11.02.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista,
Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista,
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista,
Rósa Jónsdóttir varamaður, H lista sat fyrir Helgi Jóhannsson,
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista,
Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901085 - Umsókn um byggingarleyfi - Hvanneyrarbraut 40
Lögð fram umsókn Jóhönnu Arnórsdóttur dagsett 23. janúar 2019, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss ásamt endurgerðum geymsluskúr á Hvanneyrarbraut 40 skv. meðfylgjandi teikningum eftir Þórð Karl Gunnarsson.
Erindi samþykkt.
2. 1901112 - Umsókn um byggingarleyfi - Mararbyggð 43
Lögð fram umsókn Ásgeirs Frímannssonar dagsett 30. janúar 2019, þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á lóðinni Mararbyggð 43 skv. meðfylgjandi teikningum eftir Ólaf Tage Björnsson.
þar sem fyrirhugað hús er að hluta utan skilgreinds byggingarreits samþykkir nefndin að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Flæða vegna stækkunar byggingarreits á Mararbyggð 43. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. heimild í 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deildarstjóra tæknideildar er falin útgáfa byggingarleyfis að lokinni deiliskipulagsbreytingu, að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. með áorðnum breytingum.
3. 1812003 - Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 22 Siglufirði
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi sem grenndarkynnt var nágrönnum Hverfisgötu 22 með athugaemdafresti til 21. janúar 2019. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
Í ljósi athugasemda og við nánari skoðun, óskar nefndin eftir fullnægjandi kynningargögnum sbr. 5.9.7.gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og mun í framhaldi af því endurtaka grenndarkynninguna.
4. 1902023 - Umsókn um byggingarleyfi -Suðurgata 6 Siglufirði
Lögð fram umsókn Eyjólfs Sigurðssonar f.h. E.Sigurðsson ehf. þar sem sótt er um:
1. Leyfi til að setja glugga og hurð í stað bílskúrshurðar á 1. hæð Suðurgötu 6.
2. Leyfi fyrir glugga á gafl hússins.
3. Leyfi fyrir tveimur þakgluggum á austurhlið Suðurgötu 6.

Nefndin samþykkir 3.lið umsóknarinnar en óskar eftir frekari gögnum vegna liðar nr.1 og 2.
5. 1902047 - Umsókn um byggingarleyfi - Skógarstígur 2
Lögð fram umsókn Atla Jónssonar dagsett 7. febrúar 2019, þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss á Skógarstíg 2 skv. meðfylgjandi teikningum eftir Gísla G. Gunnarsson.
Erindið er samþykkt. Deildarstjóra tæknideildar er falin útgáfa byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með áorðnum breytingum.
Til kynningar
6. 1901114 - Áfangastaðaáætlanir
Lögð fram til kynningar áfangastaðaáætlun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta