Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019

Haldinn Ólafsvegi 4, Ólafsfirði,
06.02.2019 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu: Tómas Atli Einarsson formaður, D lista,
Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista,
Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista,
Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista,
Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista sat fyrir Ægir Bergsson,
Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður,
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri,
Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi


Dagskrá: 
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1. 1902009 - Aflatölur 2019
Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1.janúar - 5. febrúar 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.

2019 Siglufjörður 3017 tonn í 47 löndunum.
2018 Siglufjörður 766 tonn í 46 löndunum.
2019 Ólafsfjörður 24 tonn í 16 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 18 tonn í 19 löndunum.
2. 1902010 - Opnunartími Fjallabyggðarhafna
Máli frestað til næsta fundar.
3. 1902011 - Vinnutími hafnarvarða
Umræða tekin um málið.
4. 1805111 - Gjaldskrár 2019
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á 12.grein gjaldskrárinnar.
5. 1902012 - Starfslýsingar hafnarvarða
Hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að vinna starfslýsingar hafnarvarða.
6. 1902016 - Markaðssetning hafnar
Lagt fram erindi Anítu Elefsen um markaðsmál hafnarinnar. Nefndin felur Anítu ásamt markaðs- og menningarfulltrúa að sækja SeaTrade Europe í Hamborg 11.-13. september 2019. Fjallabyggðarhafnir munu nýta sér fulltrúa Cruise Iceland á SeaTrade í Miami í apríl nk. Keypt verða nafnspjöld og usb lyklar fyrir kynningarefni.
Fundargerðir til kynningar
7. 1901025 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 409. fundar Hafnarsambands Íslands.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta