Skálarhlíð

SkálarhlíðÍ Skálarhlíð er dagþjónusta aldraðra sem nýtist íbúum vel. Þar er boðið upp á morgunmat milli kl. 09:00 - 10:00, hádegismat kl. 12:00 og kaffi alla virka daga kl. 14:30. 

Íbúar geta fengið heimilshjálp og heimahjúkrun.

Dagþjónustan er opin alla virka daga á milli kl. 09:00 - 15:00. 

Íbúar geta fengið tengdan neyðarhnapp.

Í Skálarhlíð eru 29 íbúðir. 10 stórar íbúðir og 19 litlar. Stærri íbúðirnar eru um 58 fm. minni íbúðirnar eru um 20 fm. og 28 fm. Íbúðunum fylgja geymslur sem eru 6 - 8 fm.  Einnig er ein íbúð sem er 43 fm.

Í húsinu er sameiginlegt þvotthús. Efnalaugin Lind er með mjög góða þjónustu fyrir þá sem vilja koma og sækja þvott 1 sinni í viku og koma með hreinan þvott 1 sinni í viku.

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra er til húsa í Skálarhlíð. Það sem er í boði er eftirtalið;

Fönduraðstaða opin fyrir þá sem vilja nýta sér aðstöðuna klukkan 13:00 alla virka daga.

 • Félagsvist á mánudögum klukkan 13:00 
 • Bridge/spil á miðvikudögum klukkan 13:00
 • Bingó á fimmtudögum klukkan 13:30
 • Bocciaæfingar klukkan 10:00 á þriðjudögum og föstudögum
 • Vatnsleikfimi á mánudögum kl. 9:00 og miðvikudögum kl. 10:00
 • Myndasýning klukkan 10:30 á mánudögum
 • Bæjarferðir klukkan 13:00 á þriðjudögum og föstudögum
 • Línudans kl. 14.00 annan hvern þriðjudag
 • Samvera með presti kl. 14:00 annan hvern þriðjudag

 

Markmið með starfinu er að:

 • rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku daglegra athafna.
 • bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst heima.
 • hafa notalegt umhverfi þannig að starfsfólk og gestir geti í sameiningu mótað starfsemina.
 • hver dagur verði góður og ánægjulegur.

Fjöldi mynda hafa verið teknir af starfinu úr dagvistinni og má sjá þær allar með því að smella hér.

Sími forstöðumanns: 467-1147
Gsm: 898-1147

 

Forstöðumaður Skálarhlíðar

Helga Hermannsdóttir

Forstöðumaður

Fréttir

Upplýsingar til íbúa, þjónustuþega og aðstandenda í Fjallabyggð vegna kórónaveiru COVID-19

Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 6. mars sl. vegna útbreyðslu Kórónaveirunnar COVID-19. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis þess efnis að huga verði vel að viðkvæmum einstaklingum sem njóta heibrigðis- og velferðarþjónustu sveitarfélaga hefur félagsþjónusta Fjallabyggðar gripið til eftirfarandi varúðarráðstafana á starfsstöðvum og í þjónustu við einstaklinga á heimilum sínum til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 og vernda þennan viðkvæma hóp.
Lesa meira

Félagsstarf eldri borgara í Ólafsfirði

Félagsstarf eldri borgara í Ólafsfirði býður félögum uppá golf á Skeggjabrekkuvelli. Spilað verður á föstudögum frá kl. 10:30-12:00 meðan veður leyfir
Lesa meira