Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.
Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.
Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.
Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.
Skólastjóri er Jónína Magnúsdóttir, Netfang: Netfang skólastjóra jonina@fjallaskolar.is
Aðstoðarskólastjóri er Sólveig Rósa Sigurðardóttir, Netfang: solveig@fjallaskolar.is
Sími Grunnskólans er 464 9150
Frekari upplýsingar um starfsemi einstakra skóla má finna á heimasiðu skólans.