Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar

 

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.

Skólastjóri er Jónína Magnúsdóttir, Netfang: Netfang skólastjóra jonina@fjallaskolar.is
Aðstoðarskólastjóri er Sólveig Rósa Sigurðardóttir, Netfang: solveig@fjallaskolar.is

Sími Grunnskólans er 464 9150

Frekari upplýsingar um starfsemi einstakra skóla má finna á heimasiðu skólans.

Fréttir

Grunnskóli

Samanburður á kennsluskipulagi sem fylgir hvorri fræðslustefnu fyrir sig

Samanburður á kennsluskipulagi sem fylgir hvorri fræðslustefnu fyrir sig

Laugardaginn 14. apríl nk. verður kosið um hvort íbúar vilji að sú fræðslustefna sem samþykkt var í bæjarstjórn í maí 2017 haldi gildi sínu eða hvort sú fræðslustefna sem fyrir var, frá árinu 2009 taki gildi að nýju. Í nýju (núgildandi) fræðslustefnunni er sett fram kennslufyrirkomulag það sem nú er kennt eftir. 1.-5. bekkur í starfsstöð grunnskólans á Siglufirði og 6.-10. bekkur í starfsstöð grunnskólans í Ólafsfirði. Í fræðslustefnu frá 2009 var ekki sett fram kennslufyrirkomulag heldur var það fyrirkomulag sem var í gildi fyrir gildistöku nýju fræðslustefnunnar samþykkt í bæjarstjórn árið 2012 og var í gildi þegar ný fræðslustefna var samþykkt í maí s.l. Það kennslufyrirkomulag fól í sér að nemendur í 1.-4. bekk var kennt í starfsstöð síns bæjarkjarna, 5.-7. bekkur var í starfsstöðinni í Ólafsfirði og 8.-10. bekkur í starfsstöðinni á Siglufirði. Í meðfylgjandi töflu má sjá helsta mun á kennsluskipulagi því sem fylgir hvorri stefnu fyrir sig og hvaða tækifæri felast í hvoru skipulagi fyrir sig.

Endurgerð skólalóða Grunnskóla Fjallabyggðar

Endurgerð skólalóða Grunnskóla Fjallabyggðar

Í sumar verður ráðist í 1. áfanga endurgerðar á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig endurgerð skólalóðarinnar er skipt í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga, sem afmarkaður er með appelsínugulri punktalínu á myndinni er áætlað að endurgera svæðið næst skólahúsinu að framan og norðan að íþróttahúsi. Áfangi 2 er merktur með gulri punktalínu og síðasti áfanginn, áfangi 3 með rauðri.

Samanburður á kennsluskipulagi fyrir og eftir nýja fræðslustefnu 2017

Samanburður á kennsluskipulagi fyrir og eftir nýja fræðslustefnu 2017

Samanburður á kennsluskipulagi fyrir og eftir nýja fræðslustefnu 2017

Ný fræðslustefna - Hvað er Frístund?

Ný fræðslustefna - Hvað er Frístund?

Frístund er samstarfsverkefni grunnskólans, íþróttafélaga í Fjallabyggð og Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Mynd af heimasíðu MTR

Ný fræðslustefna samræming og samvinna – Grunnskóli Fjallabyggðar og MTR

Í byrjun núverandi skólaárs var upphafi skóladags í Menntaskólanum á Tröllaskaga breytt og hefst nú skólinn kl. 8.10 í stað 8.30 áður. Þetta var liður í því að stilla saman stundatöflur menntaskólans og grunnskólans þar sem það hentaði ekki grunnskólanum að hefja skóladaginn seinna. Stundatafla MTR var þannig aðlöguð að og stillt eftir óskum grunnskólans.

Akstur skólarútu í páskafríi Grunnskólans

Akstur skólarútu í páskafríi Grunnskólans

Páskafrí hefst í Grunnskóla Fjallabyggðar að loknum skóladegi föstudaginn 23. mars. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudaginn 3. apríl nk.

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði í hönnunarkeppninni Stíl

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði í hönnunarkeppninni Stíl

Þær Birna Björk Heimisdóttir, Cristina Silvia Cretu og Sunna Karen Jónsdóttir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigruðu í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi þann 17. mars s.l. Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir kennari var þeim innan handar við undirbúning keppninnar.

Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Á 547. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2017. Kosið verður í tveimur kjördeildum, þ.e. Ráðhúsi Fjallabyggðar og í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga. Leitað var ráðgjafar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem kom með tillögu að spurningu.

Nemandi GF vinnur með OSMO

Gildandi fræðslustefna - sömu námstækifæri í yngstu árgöngum

Gildandi fræðslustefna skapar aðstæður til sömu námstækifæra nemenda í yngstu árgöngum Eitt af markmiðum nýju fræðslustefnunnar er að bæta námsaðstæður nemenda þannig að grunnskólinn bjóði nemendum jöfn námstækifæri svo þeir nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Í ytra mati sem gert var haustið 2015 á Grunnskóla Fjallabyggðar var bent á að samræma þyrfti kennsluáætlanir barna innan hvers árgangs í yngri árgöngum.

Tónlistarnám hluti af samfelldum skóladegi yngri nemenda

Tónlistarnám hluti af samfelldum skóladegi yngri nemenda

Eitt af markmiðum Fræðslustefnu Fjallabyggðar er að markvisst skuli unnið að því að auka samstarf við annað tómstundaframboð barna og ungmenna þannig að tónlistarnám geti verið hluti af samfelldum skóladegi. Með nýju fræðslustefnunni er mögulegt að starfrækja samþætt skóla- og frístundarstarf fyrir börn í 1.-4.bekk, svokallaða Frístund.





Takk fyrir!

Ábending þín er móttekin