Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðin í Fjallabyggð heitir Neon.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur yfirumsjón með starfi hennar en að jafnaði eru starfsmenn sem sjá um daglegt starf. 

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða börnum og unglingum í Fjallabyggð upp á tómstundir og félagslegt umhverfi á sínum eigin forsendum.
Krakkarnir eru keyrðir á milli byggðakjarna og er því aðeins opið öðru megin í einu. Starfsstöðvar eru því tvær: 

Félagsmiðstöðin á Siglufirði er staðsett að Lækjargötu 8 (gamla Billanum) og félagsmiðstöðin í Ólafsfirði er staðsett á efri hæð vallarhúss KF við íþróttasvæðið. 

Að jafnaði er opið 2 kvöld í viku fyrir 8.-10. bekkinga.

Fréttir

Neon í 2. sæti í hönnunarkeppninni Stíl

Félagsmiðstöðin Neon keppti um nýliðna helgi í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi.
Lesa meira

Söngatriði Neons eitt af fimm atriðum sem komust áfram úr NorðurOrg 2019

NorðurOrg 2019 fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudagskvöldið 25. janúar sl. Um stóran viðburð var að ræða þar sem um 480 unglingar komu saman frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi. Með unglingunum voru um 40 starfsmenn sömu félagsmiðstöðva.
Lesa meira