Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðin í Fjallabyggð heitir Neon.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur yfirumsjón með starfi hennar en að jafnaði eru starfsmenn sem sjá um daglegt starf. 

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða börnum og unglingum í Fjallabyggð upp á tómstundir og félagslegt umhverfi á sínum eigin forsendum.
Krakkarnir eru keyrðir á milli byggðakjarna og er því aðeins opið öðru megin í einu. Starfsstöðvar eru því tvær: 

Félagsmiðstöðin á Siglufirði er staðsett að Lækjargötu 8 (gamla Billanum) og félagsmiðstöðin í Ólafsfirði er staðsett á efri hæð vallarhúss KF við íþróttasvæðið. 

Að jafnaði er opið 2 kvöld í viku fyrir 8.-10. bekkinga.

Fréttir

Félagsmiðstöðin gerir góðverk í Fjallabyggð

Unglingar í félagsmiðstöðinni Neon hafa undanfarin ár safnað fyrir ferð á Samfestinginn í Laugardalshöll með óskum um styrki bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Í ár er engin breyting þar á en þó ætla unglingarnir að bjóða upp á þá nýbreytni að hafa góðgerðarviku.
Lesa meira

Starfsemi NEON

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON fór af stað í byrjun september. Líkt og undanfarin ár verður starfið bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Vegna starfsemi KF í húsinu í Ólafsfirði og eins viðhaldsframkvæmda sem farið var í mun starfið í Ólafsfirði ekki hefjast fyrr en í næstu viku.
Lesa meira