Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10. júní 2021.

Haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði,
10.06.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista,
Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista,
Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista,
Jón Garðar Steingrímsson varamaður, I lista sat fyrir Guðrún Linda Rafnsdóttir,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Diljá Helgadóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

Boðið upp á kaffiveitingar í tilefni að því að nefndin heldur 100. fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105022 - Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið).
Lagt fram bréf frá Landvernd um Skóla á grænni grein. Tilgangur bréfsins er að vekja athygi á verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem rekið er af Landvernd hér á landi. Nú þegar er unnið að fjölmörgum þáttum innan skólanna. Fræðslu- og frístundanefnd leggur ákvörðunina í hendur skólastjórnenda fræðslustofnana hvort skólarnir innleiði verkefnið.
 
Til kynningar
2. 2106025 - Vinnuskóli 2021
Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans sat undir þessum lið og kynnti starf vinnuskólans sumarið 2021. Fram kom að námskeið var haldið fyrir flokkstjóra í byrjun júní þar sem m.a. var farið í endurnýjun reglna vinnuskólans. Forstöðumaður fór yfir breytingu á tímasetningu smíðavalla sem verður opinn á tímabilinu 5. - 22. júlí, þrisvar í viku kl. 13:00 - 15:00. Einnig fór forstöðumaður yfir vinnuskipulag og vinnutíma nemenda vinnuskólans.
 
3. 2102029 - Innra mat í Grunnskóla Fjallabyggðar
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og kynnti fyrir fundarmönnum drög að innramatsskýrslu grunnskólans. Einnig fór skólastjóri yfir niðurstöður nemendakannana Skólapúlssins og niðurstöður Olweuskönnunar. Allar þessar kannanir voru lagðar fyrir nemendur á nýliðnu skólaári. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar því öfluga þróunarstarfi sem starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar hefur unnið undir handleiðslu Ásgarðs/Tröppu.
 
4. 2008016 - Frístund 2020-2021
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í Frístund í vetur, framboð og fyrirkomulag. Frístund hefur verið vel nýtt og er nýtingin allt að 93%. Ánægjulegt er að sjá greinilega aukningu á nýtingu milli ára og telur fræðslu- og frístundanefnd að með þessu starfi sé grunnur lagður að heilsueflingu barna og auknum félagsþroska.
 
5. 2104020 - Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar
Á 98. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar samþykkti nefndin að kalla eftir greinargerðum frá fræðslustofnunum í Fjallabyggð um hvernig gangi að vinna eftir Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af bæjarstjórn 18. maí 2017. Óskaði nefndin eftir að horft yrði til atriða eins og hvernig fræðslustefnan birtist í daglegu skólastarfi stofnana, samstarfi milli fræðslustofnana, hvernig gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í starfinu og hvernig gangi að vinna að markmiðum fræðslustefnunnar. Allar fræðslustofnanir hafa skilað greinargerðum sínum. Ánægjulegt er að sjá hvernig markvisst samstarf og gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í daglegu starfi innan fræðslustofnana eins og lýst er í greinargerðunum.
Í greinagerð skólastjóra grunnskólans kemur fram að starf á miðstigi yrði faglega og félagslega öflugra með hagsmuni nemenda að leiðarljósi ef miðstigið yrði sameinað á sömu starfsstöð. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að farið verði í greiningarvinnu á húsnæðisþörf og hvaða leiðir væri hægt að fara til að svo megi verða. Horfa þarf til húsnæðis, skólaaksturs og fleiri þátta.

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta